„Ég ætla að horfa á það jákvæða úr þessum leik. Það var fullt af góðum hlutum hjá okkur," sagði Kristófer Sigurgeirsson, þjálfari Leiknis R., eftir 3-1 tap liðsins gegn ÍBV í Lengjubikarnum í dag.
Leiknismenn voru ósáttir við fyrsta mark Eyjamanna en þeir töldu að brotið hefði verið á Elvari Páli Sigurðssyni í aðdraganda þess.
„Mér fannst það vera pjúra brot en ef hann dæmir ekki, þá er það þannig. Það slökknaði á okkur við þetta og það er ekki gott. Við þurfum að skoða það betur."
Leiknismenn voru ósáttir við fyrsta mark Eyjamanna en þeir töldu að brotið hefði verið á Elvari Páli Sigurðssyni í aðdraganda þess.
„Mér fannst það vera pjúra brot en ef hann dæmir ekki, þá er það þannig. Það slökknaði á okkur við þetta og það er ekki gott. Við þurfum að skoða það betur."
Lestu um leikinn: Leiknir R. 1 - 3 ÍBV
Kristófer segir að Leiknir fái mögulega frekari liðsstyrk áður en keppni í Inkasso-deildinni hefst eftir tæpa tvo mánuði.
„Það er smá spurningamerki. Það kemur í ljós. Maður er alltaf með augun opin. Maður verður að vera á tánum í þessum bransa," sagði Kristófer.
Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir