Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 11. apríl 2021 19:25
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ögmundur meistari þegar sjö umferðir eru eftir
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Landsliðsmarkvörðurinn Ögmundur Kristinsson varð í dag grískur meistari í fótbolta.

Olympiakos tryggði sér sinn 46. meistaratitil með sigri gegn Panathinaikos í dag, 3-1. Ögmundur var á varamannabekknum hjá Olympiakos.

Ögmundur hefur ekkert spilað með Olympiakos í deildinni en hann hefur spilað leiki liðsins í bikarnum.

Olympiakos hefur verið með yfirburði í deildinni á þessu ári. Það eru enn sjö umferðir eftir.

Þetta er annar meistaratitill Olympiakos í röð.

Sverrir Ingi Ingason lék í dag allan leikinn fyrir PAOK í 1-1 jafntefli gegn Asteras Tripolis. PAOK er í þriðja sæti.
Athugasemdir
banner
banner
banner