Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
   mán 11. apríl 2022 09:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Elfar líklega kviðslitinn - „Búinn að vera langur tími og erfiður andlega fyrir hann"
Elfar lék ekkert með Blikum á síðasta tímabili.
Elfar lék ekkert með Blikum á síðasta tímabili.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Elfar Freyr Helgason, leikmaður Breiðabliks, var ekki í leikmannahópi liðsins þegar það mætti Víkingi í Meistarakeppni KSÍ í gær.

Víkingur vann 1-0 sigur og var Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, spurður út í Elfar í viðtali eftir leik.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 1 -  0 Breiðablik

„Ég vona að Elfar verði með okkur í sumar, hann er að öllum líkindum kviðslitinn og er að fara í læknisskoðun þann 20. apríl. Vonandi kemst hann í aðgerð og fær bót meina sinna. Hann er búinn að glíma við þetta í að verða eitt og hálft ár. Þetta er búinn að vera langur tími og erfiður andlega fyrir hann. Vonandi kemst hann í aðgerð og jafnar sig á 4-6," sagði Óskar.

Elfar er 32 ára miðvörður sem, eins og Óskar sagði, var frá allt síðasta tímabil.

Óskar sagði þá frá því að Mikkel Qvist hefði tognað aftan í læri í byrjun síðustu viku og að 2-3 vikur yrðu í að áhorfendur gætu fengið að sjá hann spila.

Viðtalið í heild má sjá í spilaranum að neðan.
Lewandowski gerir ekkert gagn ef boltinn kemur ekki til hans
Athugasemdir
banner
banner
banner