
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir fyrirliði Íslands ræddi við Fótbolta.net fyrir landsliðsæfingu í morgun en framundan er mikilvægur leikur gegn Tékklandi sem fram fer á morgun.
Sólin skín í Prag, öfugt við veðrið í gær þegar óvænt snjókoma lét sjá sig á æfingu.
„Það var snjókoma í gær en nú er glampandi sól. Þetta er algjörlega íslenskt. Maður veit aldrei hvað maður fær," sagði Gunnhildur Yrsa.
„Leikurinn á morgun er mjög mikilvægur, hann er mikilvægur fyrir framtíðina. Við ætlum að einbeita okkur að okkur og stefnum á sigur. Þetta verður hörkuleikur."
Kvennalandsliðið stefnir á að komast í fyrsta sinn í lokakeppni HM.
Tékkland þarf nauðsynlega á sigri að halda á morgun og það gæti mögulega opnað tækifæri fyrir Ísland í sóknarleiknum en viðtalið við Gunnhildi Yrsu má sjá í heild í sjónvarpinu hér að ofan.
Sólin skín í Prag, öfugt við veðrið í gær þegar óvænt snjókoma lét sjá sig á æfingu.
„Það var snjókoma í gær en nú er glampandi sól. Þetta er algjörlega íslenskt. Maður veit aldrei hvað maður fær," sagði Gunnhildur Yrsa.
„Leikurinn á morgun er mjög mikilvægur, hann er mikilvægur fyrir framtíðina. Við ætlum að einbeita okkur að okkur og stefnum á sigur. Þetta verður hörkuleikur."
Kvennalandsliðið stefnir á að komast í fyrsta sinn í lokakeppni HM.
Tékkland þarf nauðsynlega á sigri að halda á morgun og það gæti mögulega opnað tækifæri fyrir Ísland í sóknarleiknum en viðtalið við Gunnhildi Yrsu má sjá í heild í sjónvarpinu hér að ofan.
Leikur Tékklands og Íslands verður klukkan 15:30 að íslenskum tíma á morgun. Ísland er í öðru sæti í C-riðli undankeppninnar með tólf stig eftir fimm leiki. Holland er á toppnum með fjórtán stig en hefur leikið leik meira. Tékkar koma svo í þriðja sæti með fimm stig.
Sigurvegari riðilsins mun fara beint í lokakeppnina en liðið sem endar í öðru sæti fer í umspil. Ísland tryggir sér því að minnsta kosti umspilssæti með sigri á morgun. Holland og Ísland mætast ytra í lokaumferðinni.
Athugasemdir