Risatilboði Chelsea hafnað - Tekur Nuno við West Ham? - Tveir á blaði United - Ungur miðvörður til Arsenal?
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
   mán 11. apríl 2022 10:58
Elvar Geir Magnússon
Prag
Gunnhildur Yrsa: Leikur sem er mikilvægur fyrir framtíðina
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir fyrirliði Íslands ræddi við Fótbolta.net fyrir landsliðsæfingu í morgun en framundan er mikilvægur leikur gegn Tékklandi sem fram fer á morgun.

Sólin skín í Prag, öfugt við veðrið í gær þegar óvænt snjókoma lét sjá sig á æfingu.

„Það var snjókoma í gær en nú er glampandi sól. Þetta er algjörlega íslenskt. Maður veit aldrei hvað maður fær," sagði Gunnhildur Yrsa.

„Leikurinn á morgun er mjög mikilvægur, hann er mikilvægur fyrir framtíðina. Við ætlum að einbeita okkur að okkur og stefnum á sigur. Þetta verður hörkuleikur."

Kvennalandsliðið stefnir á að komast í fyrsta sinn í lokakeppni HM.

Tékkland þarf nauðsynlega á sigri að halda á morgun og það gæti mögulega opnað tækifæri fyrir Ísland í sóknarleiknum en viðtalið við Gunnhildi Yrsu má sjá í heild í sjónvarpinu hér að ofan.

Leikur Tékklands og Íslands verður klukkan 15:30 að íslenskum tíma á morgun. Ísland er í öðru sæti í C-riðli undankeppninnar með tólf stig eftir fimm leiki. Holland er á toppnum með fjórtán stig en hefur leikið leik meira. Tékkar koma svo í þriðja sæti með fimm stig.

Sigurvegari riðilsins mun fara beint í lokakeppnina en liðið sem endar í öðru sæti fer í umspil. Ísland tryggir sér því að minnsta kosti umspilssæti með sigri á morgun. Holland og Ísland mætast ytra í lokaumferðinni.

Athugasemdir