Frimpong orðaður við Liverpool - City reynir við Reijnders - Man Utd ætlar ekki að losa sig við Amorim
   mán 11. apríl 2022 18:00
Ívan Guðjón Baldursson
ÍBV fær landsliðsmarkvörð Rúmeníu (Staðfest)
Kvenaboltinn
Auður varði mark ÍBV í fyrra.
Auður varði mark ÍBV í fyrra.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

ÍBV er búið að krækja í Lavinia Boanda, landsliðsmarkvörð Rúmeníu í fótbolta.


ÍBV á eftir að staðfesta félagaskiptin en Lavinia er engu að síður komin með leikheimild með Eyjakonum.

Hin 28 ára gamla Lavinia gengur til liðs við ÍBV frá Olimpija Cluj í Rúmeníu.

Lavinia vill ólm komast í byrjunarliðið hjá ÍBV þar sem hún hefur ekki átt fast sæti í byrjunarliði Olimpija undanfarin ár og ekki í rúmenska landsliðinu heldur. Hún hefur verið varamarkvörður í báðum liðum og kominn tími á breytingu.

Lavinia var á varamannabekk Rúmeníu sem gerði 1-1 jafntefli við Sviss í undankeppni HM síðasta föstudag. Þar er Rúmenía í þriðja sæti undanriðilsins eftir Sviss og Ítalíu.

Auður Svein­björns­dótt­ir Scheving var aðal­markvörður ÍBV á síðustu leiktíð en hún er farin aftur til Vals. 

ÍBV leikur í Bestu deildinni í sumar eftir að hafa endað í sjöunda sæti Pepsi Max-deildarinnar í fyrra, með 22 stig úr 18 leikjum.


Athugasemdir
banner