Kompany vill taka við Bayern - Isak og Brobbey efstir á blaði Arsenal - McKenna orðaður við Chelsea og Man Utd
   fim 11. apríl 2024 20:01
Ívan Guðjón Baldursson
Benzema og félagar steinlágu í ofurbikarnum
Mynd: EPA
Al-Ittihad 1 - 4 Al-Hilal
0-1 Malcom ('5)
0-1 Abderrazak Hamdallah, misnotað víti ('21)
1-1 Abderrazak Hamdallah ('21)
1-2 Salem Al-Dawsari ('44)
1-3 Malcom ('89)
1-4 Nasser Al-Dawsari ('96)

Karim Benzema var í byrjunarliði Al-Ittihad sem mætti Al-Hilal í úrslitaleik sádi-arabíska ofurbikarsins í dag.

Benzema hefur ekki átt sérlega góðu gengi að fagna frá komu sinni til Sádi-Arabíu en auk hans voru N'Golo Kanté, Ahmed Hegazy og Luiz Felipe í byrjunarliðinu í dag en portúgalski kantmaðurinn Jota kom inn af bekknum.

Malcom skoraði fyrsta mark leiksins á fimmtu mínútu en Abderrazak Hamdallah jafnaði metin þegar hann fylgdi eigin vítaspyrnu eftir með marki. Fyrri hálfleikurinn var nokkuð jafn en Al-Hilal tókst að taka forystuna skömmu fyrir leikhlé þegar Salem Al-Dawsari kom boltanum í netið.

Í síðari hálfleik var Al-Hilal talsvert sterkari aðilinn en tókst ekki að innsigla sigurinn fyrr en á lokamínútunum, þegar Malcom skoraði sitt annað mark áður en Nasser Al-Dawsari gerði endanlega út um viðureignina í uppbótartíma.

Rúben Neves, Kalidou Koulibaly, Yassine Bounou, Sergej Milinkovic-Savic og Renan Lodi voru meðal byrjunarliðsmanna Al-Hilal, en Neymar og Aleksandar Mitrovic eru fjarverandi vegna meiðsla.

Benzema spilaði á vinstri kanti í tapi Al-Ittihad og var einn bræðra hans allt annað en sáttur með það. „Þú byrjar með Karim úti á vinstri kanti núna? Það er glæpur! Það er ekkert vit í þessu, það þarf að bera meiri virðingu fyrir fótbolta,"
Athugasemdir
banner
banner
banner