Kompany vill taka við Bayern - Isak og Brobbey efstir á blaði Arsenal - McKenna orðaður við Chelsea og Man Utd
   fim 11. apríl 2024 18:11
Elvar Geir Magnússon
Byrjunarlið Aston Villa og Lille: Hákon byrjar
Hákon Arnar Haraldsson.
Hákon Arnar Haraldsson.
Mynd: Getty Images
Unai Emery.
Unai Emery.
Mynd: EPA
Klukkan 19:00 hefst fyrri leikur Aston Villa og Lille í 8-liða úrslitum Sambandsdeildarinnar. Leikurinn er á Villa Park.

Unay Emery heldur sig við sama lið og gerði 3-3 jafntefli gegn Brentford á laugardag en þetta er hans þúsundasti leikur á stjóraferlinum.

Villa er áfram án Matty Cash sem er frá vegna meiðsla aftan í læri. Clement Lenglet er einnig á meiðslalistanum.

Íslenski landsliðsmaðurinn Hákon Arnar Haraldsson er áfram í byrjunarliði Lille. Liðið vann 3-1 gegn Marseille síðasta föstudag og gerir tvær breytingar frá þeim leik.

Gabriel Gudmundsson og Bafode Diakite koma inn í vörnina. Alexsandro og Remy Cabella fara á bekkinn.

Byrjunarlið Aston Villa: Martínez, Konsa, Carlos, Torres, Digne, Bailey, Tielemans, Luiz, Rodgers, McGinn, Watkins.

(Varamenn: Olsen, Gauci, Moreno, Diaby, Zaniolo, Duran, Iroegbunam, Kesler-Hayden, Kellyman)

Byrjunarlið Lille: Chevalier, Santos, Yoro, Diakite, Gudmundsson, Ismaily, Bentaleb, Andre, Hákon Arnar Haraldsson, Zhegrova, David.Athugasemdir
banner
banner
banner
banner