Man Utd gæti átt von á tilboði frá Napoli í Alejandro Garnacho - Bayern München vill Mainoo - Man City til í að hleypa Walker frítt
   fim 11. apríl 2024 08:30
Elvar Geir Magnússon
Hákon fær hrós frá Fonseca: Er orðinn annar leikmaður
Hákon hefur leikið vel með Lille.
Hákon hefur leikið vel með Lille.
Mynd: Getty Images
Paulo Fonseca.
Paulo Fonseca.
Mynd: Getty Images
Íslenski landsliðsmaðurinn Hákon Arnar Haraldsson hefur fest sig í sessi í byrjunarliði franska liðsins Lille. Hann verður í eldlínunni í kvöld þegar Lille heimsækir Aston Villa í 8-liða úrslitum Sambandsdeildarinnar.

Paulo Fonseca, stjóri Lille, tjáði sig um uppgang Hákonar á fréttamannafundi í gær og það aukna hlutverk sem Íslendingurinn hefur fengið innan liðsins. Fonseca segir Hákon hafa gengið í gegnum aðlögunarferli eftir að hafa verið talsvert á bekknum fyrri hluta tímabilsins.

„Hann kom hingað mjög ungur, hann á afmæli í dag," sagði Fonseca en Hákon, sem kom frá FC Kaupmannahöfn í fyrra, varð 21 árs í gær.

„Hann kom í nýja deild, nýtt lið. Allt var öðruvísi fyrir Hákon. Hann byrjaði undirbúningstímabilið vel og átti góða leiki en raunveruleikinn í deildinni er annar. Hann fékk ekki það pláss sem hann vildi inni á vellinum og þurfti að aðlagast."

„Nú er hann orðinn algjörlega tilbúinn og hefur aðlagast. Hann skilur það fullkomlega hvernig við viljum spila, hefur leikið vel og verið mjög mikilvægur fyrir liðið. Hann hefur verið á flottu skriði og er orðinn annar leikmaður."
Athugasemdir
banner
banner
banner