Búast við því að Van Dijk geri nýjan samning - Arsenal vill Cunha - Akliouche meðal leikmanna á blaði City
   fim 11. apríl 2024 10:52
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
KA sendi fyrirspurn á Val
Bjani Guðjón.
Bjani Guðjón.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fjallað var um Bjarna Guðjón Brynjólfsson og áhuga KA á miðjumanninum í hlaðvörpunum Dr. Football og Þungavigtinni í gær.

Fjallað var um annars vegar að KA hefði fengið samþykkt tilboð en Bjarni hefði sjálfur neitað (Baldvin Borgarsson í Dr. Football) og hins vegar að KA hefði lagt fram tilboð, því tilboði hafi verið hafnað og KA boðist að fá hann á láni (Kristján Óli í Þungavigtinni).

Fótbolti.net hefur fengið staðfest að KA hafi sent Val fyrirspurn, fengið verðmiðann á Bjarna en Norðanmenn hafi ekki verið tilbúnir að borga þá upphæð fyrir miðjumanninn og því ekki lagt fram formlegt tilboð.

Samkvæmt heimildum Fótbolta.net er KA ekki að leitast eftir því að fá Bjarna á láni.

Bjarni Guðjón er uppalinn hjá Þór og keypti Valur hann um mitt síðasta sumar og lánaði hann til Þórs út síðasta tímabil. Samkvæmt heimildum Fótbolta.net greiddi Valur á bilinu 5-6 milljónir fyrir Bjarna.

Hann kom við sögu í flestum leikjum Vals á undirbúningstímabilinu en var ekki í leikmannahópnum gegn ÍA síðasta sunnudag. Bjarni er tvítugur, á að baki tólf leiki fyrir yngri landsliðin og þar af er einn fyrir U21 landsliðið.
Athugasemdir
banner
banner
banner