Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 11. maí 2021 11:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
De Boer vonast til að van Dijk geti verið með á EM
Mynd: Getty Images
Virgil van Dijk, miðvörður Liverpool og hollenska landsliðsins, hefur verið frá vegna meiðsla síðan hann meiddist gegn Everton í leik í október.

Landsliðsþjálfarinn Frank de Boer vonast til að geta valið van Dijk í hópinn fyrir lokakeppni EM sem fram fer í sumar.

Van Dijk er byrjaður að æfa aftur en alls ekki á sama hraða og í sama álagi og þeir leikmenn sem eru að spila með Liverpool þessa dagana. Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, hefur hvatt Hollendinga til þess að stofna ferli van Dijk ekki í hættu með því að hvetja hann um of í endurkomunni, slíkt geti haft alvarlegar afleiðingar og menn meiðst illa ef þeir fara of snemma af stað.

„Ég held að hann þurfi að ákveða sig, þetta er hans ferill," sagði de Boer við ESPN. „Ég vona að hann hafi tekið risaskref í sinni endurhæfingu."

„Þetta tekur vikur, ekki bara ein viku fyrir mót. Þú getur ekki verið 10 eða 11 mánuði í burtu og svo æft í eina viku og spilað fótbolta. Það er ekki hægt og ætti ekki að vera hægt," sagði Klopp sem segir að Liverpool muni ekki þvinga van Dijk til að sleppa EM ef hann telur sig geta aðstoðað landsliði sínu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner