Einn leikur fór fram í 2. deild karla í dag þar sem KV og Haukar gerðu 1 - 1 jafntefli á gervigrasvelli KR í vesturbænum.
KV 1 - 1 Haukar
0-1 Fannar Óli Friðleifsson ('21)
1-1 Kári Eydal ('45)
Fannar Óli Friðleifsson kom Haukum yfir á 21. mínútu leiksins en áður en hálfleikurinn var úti hafði Kári Eydal jafnað fyrir heimamenn í KV.
Ekkert var skorað í seinni hálfleiknum og lokastaðan því 1 - 1.
Haukar fara því á topp deildarinnar með 4 stig úr fyrstu 2 leikjunum en KV sem fékk sitt fyrsta stig jafnar Sindra og ÍR að stigum í 6. - 8. sætinu.
Umferðin heldur svo áfram á laugardaginn.
Athugasemdir