Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 11. maí 2023 19:15
Elvar Geir Magnússon
Allar deildir Íslandsmótsins eru farnar af stað
Alexander Aron Davorsson þjálfar kvennalið Afturelding og spilar með Álafossi í 5. deild.
Alexander Aron Davorsson þjálfar kvennalið Afturelding og spilar með Álafossi í 5. deild.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Nú rétt í þessu var flautað til leiks í fyrstu leikjum sumarsins í 4. deildinni; KH - Álftanes og KFK - Vængir Júpiters.

Þar með eru allar deildir Íslandsmótsins farnar í gang en 5. deildin hófst í gær þegar RB og Álafoss gerðu 2-2 jafntefli og Reynir H. vann 2-1 útisigur gegn KB.

Alexander Aron Davorsson skoraði fyrir Álafoss í gær en hann spilar í 5. deildinni auk þess að þjálfa kvennalið Aftureldingar í Lengjudeildinni.

Besta deild karla er komin lengst á veg en það er rúmur mánuður síðan hún fór af stað og sjöunda umferð verður leikin um helgina.

Fótbolti.net fylgist með öllum deildum og birtir úrslitafréttir úr þeim flestum. Ekki verða þó sérstakar úrslitafréttir úr 4. og 5. deild karla í sumar.

Leikir dagsins:

Lengjudeild karla
19:15 Njarðvík-Ægir (Nettóhöllin-gervigras)
19:15 Fjölnir-Þróttur R. (Egilshöll)

2. deild karla
19:30 KV-Haukar (KR-völlur)

4. deild karla
19:15 KFK-Vængir Júpiters (Fagrilundur - gervigras)
19:15 KH-Álftanes (Valsvöllur)
20:15 Árborg-KÁ (JÁVERK-völlurinn)

5. deild karla - B-riðill
20:00 Berserkir/Mídas-Afríka (Víkingsvöllur)
20:00 Kría-Smári (Vivaldivöllurinn)
Athugasemdir
banner
banner
banner