Njarðvikingar tóku á móti Ægismönnum núna í kvöld þegar flautað var til leiks í 2.umferð Lengjudeild karla.
Njarðvíkingar voru fyrir leikinn í kvöld með eitt stig eftir jafntefli gegn Gróttu í fyrstu umferð en Ægismenn voru stigalausir eftir dramatískt tap fyrir Fjölni.
Lestu um leikinn: Njarðvík 2 - 2 Ægir
„Langt frá því sem við ætluðum okkur í kvöld og við komum hérna til þess að sækja þrjú stig og við byrjuðum síðari hálfleikinn til þess að taka þrjú stig en því miður þá tókst okkur það ekki." Sagði Arnar Hallsson þjálfari Njarðvíkinga eftir leikinn í kvöld.
„Það vantaði svona aðeins upp á orkuna til þess að klára það en mér fannst við vera frekar fá hættulegri færi og fleirri hættulegri færi í síðari hálfleiknum heldur en Ægismenn."
„Þetta er ákveðin áhætta að spila eins og við gerðum. Við skildum í raun 2-3 menn eftir úti og pressuðum með okkar tíu mönnum og náðum að búa til jafna tölu eða yfirtölu í pressunni og það skilaði þessu. Mér finnst fúlt að hafa misst þennan leik í þessa stöðu."
Nánar er rætt við Arnar Hallsson þjálfara Njarðvíkur í spilaranum hér fyrir ofan.
L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |