
Ægir heimsóttu Njarðvíkinga suður með sjó þar sem flautað var til leiks í 2.umferð Lengjudeildarinnar.
Ægismenn voru fyrir leikinn í dag stigalausir eftir fyrstu umferðina en þeir töpuðu mjög dramatískt fyrir Fjölni í fyrstu umferð þegar þeir fengu á sig mark úr víti á lokamínútum leiksins. Njarðvíkingar voru með eitt stig eftir jafntefli gegn Gróttu.
Lestu um leikinn: Njarðvík 2 - 2 Ægir
„Hvað á maður að segja, bara ótrúlega fúlt að vera 2-1 yfir í hálfleik og manni fleirri og ná ekki að gera betur í seinni hálfleik afþví að tækifærin voru svo sannarlega til staðar." Sagði Baldvin Már Borgarsson aðstoðarþjálfari Ægis.
„Það fór mikið effort í fyrri hálfleikinn og við virkuðum bara einhvernveginn þreyttir í seinni hálfleik sem er eiginlega ótrúlegt afþví að það var Njarðvíkurliðið sem þurfti að hlaupa 10 á móti 11 og það leit ekki út fyrir það í seinni hálfleik að þeir væru manni færri sem eru bara vonbrigði með okkar leik."
Aðstæðurnar í dag voru ekki eins og best var á kosið en mikil rigning og rok höfðu bersýnilega sitt að segja um gæði leiksins.
„Það vita það allir að Reykjanesbær er djöfuls rokrassgat en við eigum að vera vanir því, það er nú oft rok og vindur í Þorlákshöfn."
Nánar er rætt við Baldvin Már Borgarsson í spilaranum hér fyrir ofan.

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |