Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 11. maí 2023 09:00
Brynjar Ingi Erluson
Carragher kallaði Ferdinand trúð í beinni útsendingu
Mynd: Getty Images
Jamie Carragher, fyrrum varnarmaður Liverpool og enska landsliðsins, kallaði Rio Ferdinand trúð í beinni útsendingu á CBS í gær.

Ferdinand, sem spilaði fyrir Manchester United á glæsilegum ferli sínum, sagði að Inter hafi átt að fá vítaspyrnu þegar Lautaro Martínez datt í teignum eftir hálftímaleik.

Jesus Gil Manzano, dómari leiksins, dæmdi vítaspyrnu á Kjær en dró ákvörðun sína til baka eftir að hafa notast við VAR-tæknina, enda virtist lítil sem engin snerting í atvikinu.

Ferdinand, sem var í setti hjá BT Sport sagði að þetta hafi verið púra vítaspyrna.

„Það eru bara trúðar sem halda að þetta sé víti eftir að hafa horft á endursýninguna og séð hvað VAR gerði þarna,“ sagði Carragher en þá var Carragher bent á færslu þar sem Steven Gerrard, sem var með Ferdinand í setti, sagði einnig að þetta væri víti.

„Hann var sóknarsinnaður leikmaður er það ekki? Ég skil að sóknarmenn halda að þetta hafi verið vítaspyrna. Kannski fannst honum vera snerting þarna, en við varnarmenn verðum að vera saman í liði og mér fannst bara fólk aðeins fara fram úr sér varðandi þennan dóm.“

Micah Richards, sem var með Carragher í settinu hjá CBS sagði honum að nefna nöfn og gerði fyrrum varnarmaðurinn það með glöðu geði.

„Rio Ferdinand. Ég mun glaður kalla hann trúð!“ sagði Carragher.
Athugasemdir
banner
banner