Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   fim 11. maí 2023 10:30
Elvar Geir Magnússon
Dzeko: Kem með meira að borðinu en bara mörk
Edin Dzeko, sóknarmaður Inter, fagnar marki sínu í gær.
Edin Dzeko, sóknarmaður Inter, fagnar marki sínu í gær.
Mynd: Getty Images
Reynslujaxlarnir Edin Dzeko og Henrikh Mkhitaryan skoruðu mörk Inter sem vann 2-0 sigur í fyrri leiknum gegn AC Milan í undanúrslitum Meistaradeildarinnar í gær.

Dzeko heldur áfram að skora í mikilvægum leikjum og fréttamenn hafa gaman að því að tala um aldurinn á honum.

„Ég er enn 37 ára en mér líður vel. Ég var ferskur í dag. Allt liðið var vel gírað, þú spilar ekki í undanúrslitum Meistaradeildarinnar á hverju ári. Við vorum einbeittir frá fyrstu mínútu og vorum verðlaunaðir fyrir það," segir Dzeko.

Dzeko var valinn í byrjunarliðið framyfir Romelu Lukaku og benti á að hann komi með meira að borðinu en bara mörk.

„Stundum eru mörkin ekki að koma og fólk talar bara um það, en ég geri meira fyrir liðið en að skora mörk. Ég vinn mikið fyrir liðsfélaga mína, ég skoraði í þessum leik en var líka að sinna mikilvægri vinnu í gegnum allan leikinn."

Dzeko var spurður að því hvort hann muni gera nýjan samning við Inter í sumar, þegar samningur hans rennur út?

„Ég veit það ekki, þú þarft að spyrja félagið."
Athugasemdir
banner
banner
banner