fim 11. maí 2023 21:22
Hafliði Breiðfjörð
Evrópudeildin: Roma í góðri stöðu - jafnt hjá Juventus og Sevilla
Edoardo Bove fagnar marki sínu fyrir Roma í kvöld.
Edoardo Bove fagnar marki sínu fyrir Roma í kvöld.
Mynd: EPA

Roma er í góðri stöðu eftir fyrri leikinn í undanúrslitum Evrópudeildar UEFA í kvöld en liðið vann góðan heimasigur á Bayer Leverkusen með marki Edoardo Bove.  Í hinum leiknum gerðu Juventus og Sevilla jafntefli.


Juventus 1 - 1 Sevilla
0-1 Youssef En-Nesyri ('26)
1-1 Federico Gatti ('97)

Juventus getur prísað sig sæla að hafa fengið eitthvað út úr heimaleiknum sínum gegn Sevilla frá Spáni því heimamenn komust yfir á 26. mínútu með marki Youssef En-Nesyri.

Það virtist ætla að verða lokastaðan í leiknum en Federico Gatti skoraði skallamark í blálokin, þegar rúmar sex mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leikmtíma eftir góðan undirbúning Paul Pogba.

Roma 1 - 0 Bayer Leverkusen
1-0 Edoardo Bove ('63 )

Í Rómarborg var bara eitt skorað þegar heimamenn fengu þýska liðið Bayer Leverkusen í heimsókn.

Edouardo Bove fylgdi þá vel eftir í kjölfar þess að skot Tammy Abraham hafði verið varið. Þetta var fyrsta Evrópumark Bove og tryggði þeim sigur, 1-0.

Seinni leikirnir fara fram í næstu viku en úrslitaleikurinn fer svo fram í Búdapest á Puskas Arena 31. maí næstkomandi.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner