
Karan Gurung hefur skrifað undir tveggja ára samning við Leikni. Frá þessu er greint á heimasíðu félagsins.
Karan er fæddur 2008 og vakti athygli fyrir rúmu ári síðan þegar hann skoraði í Fótbolti.net mótinu.
Karan er fæddur 2008 og vakti athygli fyrir rúmu ári síðan þegar hann skoraði í Fótbolti.net mótinu.
„Hann er einn mest spennandi leikmaðurinn í uppeldisstarfi félagsins og því mikið gleðiefni fyrir allt Leiknisfólk að festa okkar mann í 111 á þessum tímapunkti," segir í frétt Leiknis.
Hann var fyrr á þessu ári valinn í æfingahópa U15 og U16 landsliðanna og spilaði síðasta haust þrjá leiki með U15 liðinu. Í vetur kom hann við sögu í tveimur leikjum með Leikni í Lengjubikarnum.
Fjórir aðrir drengir fæddir 2008 eru með skráðan samning við íslenskt félag miðað við upplýsingar á heimasíðu KSÍ.

Athugasemdir