Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 11. maí 2023 14:07
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Liverpool eigi að taka Mount frekar en Mac Allister
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Liverpool mun fara á markaðinn í sumar í leit að nýjum miðjumanni og jafnvel miðjumönnum.

Alexis Mac Allister hjá Brighton og Mason Mount hjá Chelsea hafa verið orðaðir við Liverpool. Báðir eru þeir 24 ára gamlir en Mount á að baki fleiri leiki í úrvalsdeildinni.

Glen Johnson, fyrrum landsliðsmaður og fyrrum leikmaður Liverpool, var spurður hvorn hann myndi fá til Liverpool.

„Það hljómar kannski skringilega en 70 milljónir punda fyrir góðan leikmann er ekkert svo mikið, er það?"

„Alexis er klárlega góður leikmaður ef þú átt 70 milljónir punda til að eyða, en ég myndi frekar eyða þeim peningum í Mount."

„Mason myndi passa betur í liðiðm hann myndi komast beint í byrjunarliðið, ég er ekki á því að Alexis geti gert það strax. Hann yrði flottur sem einn af hópnum, en ég myndi frekar fá Mason Mount inn,"
sagði Johnson.

Mount á eitt ár eftir af samningi sínum við Chelsea og hefur verið orðaður burt. Það gæti farið eftir því hver tekur við Chelsea hvort hann verði áfram hjá félaginu.

Sjá einnig:
Mac Allister með samningstilboð frá Liverpool - Tekur ákvörðun eftir tímabilið
Enski boltinn - Allt í einu bullandi pressa frá Liverpool
Athugasemdir
banner
banner