Alonso mikill aðdáandi Zubimendi - Funda í þriðja sinn um Fernandes - Ten Hag að taka við Leverkusen?
   fim 11. maí 2023 15:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Man Utd og Arsenal horfi bæði til Crystal Palace
Mynd: EPA
Daily Mail fjallar um það í dag að Manchester United, Tottenham og Arsenal horfi öll til Marc Guehi hjá Crystal Palace. Félögin séu að íhuga hvort þau eigi að bjóða í hann núna í sumarglugganum.

Guehi er 22 ára gamall og er lykilmaður í liði Crystal Palace, byrjar alla leiki og hefur spilað allar mínúturnar í deildinni ef frá er talinn leikur gegn Fulham þegar hann tók út leikbann. Þá hefur hann borið fyrirliðabandið í nokkrum leikjum.

Guehi á að baki þrjá landsleiki fyrir enska landsliðið og fjöldan allan af leikjum fyrir yngri landsliðin. Hann er fæddur á Fílabeinsströndinni en fór með fjölskyldu sinni til Englands þegar hann var kornungur.

Hann er uppalinn hjá Chelsea en yfirgaf félagið sumarið 2021 án þess að hafa spilað deildarleik fyrir félagið en lék tvo leiki í deildabikarnum.

Guehi á þrjú ár eftir af samningi sínum og er talið að Palace vilji fá 50 milljónir punda fyrir leikmanninn.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 35 25 7 3 81 35 +46 82
2 Arsenal 35 18 13 4 64 31 +33 67
3 Newcastle 36 20 6 10 68 45 +23 66
4 Man City 36 19 8 9 67 43 +24 65
5 Chelsea 36 18 9 9 62 43 +19 63
6 Aston Villa 36 18 9 9 56 49 +7 63
7 Nott. Forest 35 18 7 10 54 42 +12 61
8 Brentford 36 16 7 13 63 53 +10 55
9 Brighton 36 14 13 9 59 56 +3 55
10 Bournemouth 36 14 11 11 55 43 +12 53
11 Fulham 36 14 9 13 51 50 +1 51
12 Crystal Palace 35 11 13 11 44 48 -4 46
13 Everton 36 9 15 12 39 44 -5 42
14 Wolves 36 12 5 19 51 64 -13 41
15 Man Utd 35 10 9 16 42 51 -9 39
16 Tottenham 35 11 5 19 63 57 +6 38
17 West Ham 35 9 10 16 40 59 -19 37
18 Ipswich Town 36 4 10 22 35 77 -42 22
19 Leicester 35 5 6 24 29 76 -47 21
20 Southampton 36 2 6 28 25 82 -57 12
Athugasemdir
banner
banner
banner