Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fim 11. maí 2023 11:30
Elvar Geir Magnússon
„Með einstaka hæfileika og breytti leiknum“
Sergio Busquets, miðjumaður Barcelona.
Sergio Busquets, miðjumaður Barcelona.
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Barcelona goðsögnin Sergio Busquets verður 35 ára í sumar og tilkynnti það í gær að þetta fimmtánda tímabil hans hjá félaginu verður það síðasta.

Þessi trausti miðjumaður kom til Barcelona 2005 og lék sinn fyrsta aðalliðsleik 2008, fyrir 719 leikjum síðan. Margir klóruðu sér í hausnum þegar Pep Guardiola tók hann upp í aðalliðið en skyndilega var hann búinn að vinna þrennuna með liðinu.

Hann mun kveðja Barcelona eftir að hafa unnið níu Spánartitla, þrjá Evróputitla og 34 bikara allt í allt. Hann hefur spilað 865 leiki og þeir verða fimm til viðbótar.

Busquets er einn besti varnarsinnaði miðjumaður í sögu Barcelona, með ótrúlega mikla leikgreind og útsjónarsemi. Hann fékk ekki alltaf það hrós sem hann átti skilið en lét allt í kringum sig virka. Miðjan með hann, Xavi og Andrés Iniesta er ein sú sterkasta sem sést hefur í heimsfótboltanum.

„Ég er ekki hrifinn af því að vera í umræðunni. Ég fer ekki í mörg viðtöl, ég er ekki á Twitter. Sóknarmennirnir fá hrósið en mér er alveg sama. Ég elska mitt hlutverk og mitt starf," sagði Busquets í viðtali.

„Hann er einstakur og breytti leiknum. Hann breytti því hvernig horft er á hlutverk varnartengiliða," sagði Luis Enrique, fyrrum landsliðsþjálfari Spánar.

Enrique kvatti Busquets til að halda áfram að spila fyrir landsliðið og setja stefnuna á HM 2026. En eftir HM í Katar ákvað leikmaðurinn að segja þetta gott með landsliðinu og nú yfirgefur hann Barcelona. Hann vildi kveðja félagið á toppnum, en ekki þegar hann væri byrjaður að dala. Börsungar eru á barmi þess að tryggja sér sigur í La Liga svo Busquets mun kveðja félagið sem Spánarmeistari.
Athugasemdir
banner
banner
banner