Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 11. maí 2023 15:46
Elvar Geir Magnússon
Ragnar Klavan kynnir stig Eista í Eurovision
Jurgen Klopp og Ragnar Klavan.
Jurgen Klopp og Ragnar Klavan.
Mynd: Getty Images
Ragnar Klavan hefur verið valinn til að kynna stigin fyrir Eistland í Eurovision söngvakeppninni á laugardagskvöld.

Keppnin fer fram í Liverpoolborg en Klavan, sem er 37 ára, var varnarmaður hjá Liverpool 2016-2018. Hann lagði skóna á hilluna á síðasta ári en er með költ status hjá stuðningsmönnum Liverpool.

Í fyrra tók hann þátt í eistnesku útgáfunni af sjónvarpsþættinum 'Allir geta dansað' þar sem hann komst í úrslitaþáttinn.

Eistland er að fara að keppa í undanúrslitum Eurovision í kvöld, líkt og íslenska framlagið. Þá ræðst hvaða lið keppa til úrslita á laugardaginn.

Diljá okkar Pétursdóttir verður sjöunda á svið í kvöld en samkvæmt fréttum frá Liverpoolborg hafa æfingar gengið vel og íslenski sendihópurinn slegið í gegn á fréttamannafundum og vakið mikla athygli.


Athugasemdir
banner
banner
banner