Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fim 11. maí 2023 21:07
Hafliði Breiðfjörð
Sambandsdeildin: West Ham og Basel með góða stöðu eftir fyrri leikinn
Michail Antonio skoraði sigurmark West Ham í kvöld.
Michail Antonio skoraði sigurmark West Ham í kvöld.
Mynd: EPA

Undanúrslitin í Sambandsdeild UEFA fóru fram í kvöld þar sem West Ham vann góðan heimasigur á AZ Alkmaar frá Hollandi á sama tíma og Basel fór til Fiorentina og vann sigur.


West Ham 2 - 1 AZ
0-1 Tijani Reijnders ('42 )
1-1 Said Benrahma ('67 , víti)
2-1 Michail Antonio ('76 )

AZ Alkmaar náði forystunni með marki Tijani Reijnders í fyrri hálfleik en mörk frá Said Benrahma og Michail Antonio í þeim síðari tryggðu West Ham Sigur.

Í umsögn BBC kemur fram að AZ Alkmaar hafi líklega verið betra liðið í London í kvöld en heimamenn hafi náð að kreista fram sigur. Drengir David Moyes geta farið jákvæðir inn í seinni leikiknn í Hollandi en þó verður að hafa í huga að AZ Alkmaar er þekkt fyrir að snúa svona einvígi sér í vil á heimavelli.

Fiorentina 1 - 2 Basel
1-0 Arthur Cabral ('25 )
1-1 Andy Diouf ('71 )
1-2 Zeki Amdouni ('90 )

Í hinum leiknum komust heimamenn í Fiorentina yfir með marki Arthur Cabral um miðjan fyrri hálfleik en Andy Diouf og Zeki Amdouni skoruðu fyrir Fiorentina. Síðara markið kom í lokin.

Úrslitaleikurinn fer fram í Prag 7. júní.


Athugasemdir
banner
banner
banner