Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 11. maí 2023 17:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Skotmark Liverpool fer frá Sporting í sumar - Búið að orða 56 við félagið
Ugarte.
Ugarte.
Mynd: EPA
Í leik gegn Arsenal í vetur.
Í leik gegn Arsenal í vetur.
Mynd: EPA
Í slúðurpakkanum í dag er Manuel Ugarte orðaður við Liverpool. Þar segir að enska félagið sé tilbúið að virkja riftunarákvæði í samningi miðjumannsins við portúgalska félagið Sporting.

Liverpool ætlar sér að styrkja miðsvæðið í sumar, James Milner, Alex Oxlade-Chamberlain og Naby Keita eru á förum og eru margir leikmenn orðaðir við félagið. Teamtalk fjallaði á dögunum um að alls 56 miðjumenn hefðu verið orðaðir við félagið á síðast hálfa árinu.

Í viðtali við portúgalska miðilinn O Jogo segir umboðsmaður Ugarte, Jorge Chijane, að það sé svo gott sem öruggt að Ugarte sé á förum frá Sporting.

„Ég verð í Lissabon fljótlega. Liverpool? Það er mikið rætt, en það er ekki eina félagið sem hefur áhuga. Ég er ekki viss um hvert félagið verður. Ég hef trú á því að þetta verði komið í ljós innan fimmtán daga," sagði Chijane.

Ugarte er 22 ára Úrúgvæi sem gekk í raðir Sporting árið 2021. Hann hefur vakið athygli á þessu tímabili fyrir frábærar frammistöður. Hann hefur til þessa leikið átta landsleiki.

Þessir hafa verið orðaðir við Liverpool (listi TeamTalk):
Úrvalsdeildin: Alexis Mac Allister, Moises Caicedo, Declan Rice, Matheus Nunes, Ruben Neves, Joao Palhinha, Mason Mount, N’Golo Kante, Conor Gallagher, Rodrigo Bentancur, Youri Tielemans, James Maddison, Bruno Guimaraes, Ethan Nwaneri.

Championship: Sander Berge, George Hall, Alex Scott.

La Liga: Aurelien Tchouameni, Federico Valverde, Frenkie de Jong, Mikel Merino, Marcos Llorente, Guido Rodriquez, Yunus Musah, Rodrigo De Paul.

Serie A: Teun Koopmeiners, Sofyan Amrabat, Eljif Elmas, Piotr Zielinski, Stanislav Lobotka, Adrien Rabiot, Weston McKennie, Sergej Milinkovic-Savic, Marcelo Brozovic, Nicolo Barella, Ismael Bennacer.

Bundesliga: Ryan Gravenberch, Jude Bellingham, Anton Stach, Konrad Laimer, Jesper Lindstrom, Kouadio Kone.

Ligue 1: Carlos Baleba, Youssouf Fofana, Seko Fofana, Renato Sanches, Khephren Thuram, Luca Sucic.

Úr öðrum deildum: Luca Sucic, Enzo Fernandez (áður en hann fór til Chelsea), Florentino Luis, Manuel Ugarte, Mohammed Kudus, Ibrahim Sangare, Alberto Moleiro, Joao Gomes, Alan Varela.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner