Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 11. maí 2023 15:40
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Þurfum að taka þessa byrjun á mótinu, draga hana bakvið hlöðu og skjóta hana í hausinn"
Ég tel mig líka bera mikla ábyrgð líka og leikmenn með. Það er leiðinlegt að horfa á eftir Gústa
Ég tel mig líka bera mikla ábyrgð líka og leikmenn með. Það er leiðinlegt að horfa á eftir Gústa
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hann sýndi mér gríðarlega mikið traust og gaf mér stórt hlutverk.
Hann sýndi mér gríðarlega mikið traust og gaf mér stórt hlutverk.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
 Við erum bara hópur sem er að reyna kafa aðeins dýpra í hlutina, reyna fara aðeins lengra. Núna þarf að gera það betur
Við erum bara hópur sem er að reyna kafa aðeins dýpra í hlutina, reyna fara aðeins lengra. Núna þarf að gera það betur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það fyrir mér er stærsta málið
Það fyrir mér er stærsta málið
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Jökull Elísabetarson, sem tilkynntur var í gær sem aðalþjálfari Stjörnunnar, ræddi við Fótbolta.net. Ágúst Gylfason var látinn fara í gær frá Stjörnunni og var Jökull, sem var aðstoðarmaður Gústa, tilkynntur sem þjálfari liðsins.

„Skrítin staða og maður áttaði sig á því að staðan sem Stjarnan er í var þannig að menn myndu gera breytingar. Það voru alls konar möguleikar í stöðunni og ég gat ekki verið öruggur um að mín staða væri eitthvað örugg. Það er einhver sem ber höfuðábyrgð, ég tel mig líka bera mikla ábyrgð líka og leikmenn með. Það er leiðinlegt að horfa á eftir Gústa," sagði Jökull.

„Ég hefði ekki verið hissa, alveg sama hvað menn hefðu gert. Ég hefði ekki verið hissa ef við hefðum haldið áfram óbreytt, ekki verið hissa ef menn hefðu viljað fara í ennþá meiri afgerandi breytingar. Eins og við vorum í síðasta leik, og eins og þróunin hefur verið undanfarið þá var lítið sem hefði getað komið mér á óvart."

Á erfitt með að dæma hver á að taka ábyrgðina
Jökull var aðstoðarþjálfarinn, á Ágúst einn að bera ábyrgðina?

„Það er svo erfitt fyrir mig að segja nákvæmlega hver á að bera hvaða ábyrgð. Auðvitað bera allar ábyrgð og allir þurfa núna að stíga upp og gera betur. Alveg eins og ef Gústi hefði verið áfram, þá hefði hann þurft að gera betur og við allir saman. Ég á erfitt með að dæma hver á að taka alla ábyrgðina eða í hvaða hlutfalli."

„Augljóslega vantar upp á varnarleik hjá liðinu, en eftir síðasta leik þá vantar líka svolítinn neista. Það þarf að hækka orkustigið, ákefðina. Það fyrir mér er stærsta málið. Ég held að annað fylgi í kjölfarið á því. Ef við náum aðeins að létta á, auka hugrekkið og orkuna, þá held ég að annað fylgi í kjölfarið."


Stjarnan er í 11. sæti eftir sex umferðir. Töpin eru fimm; gegn Víking, Val, Breiðabliki, FH og Fram. Sigurleikurinn kom gegn HK.

„Það var erfitt að sjá fyrir (eftir veturinn) að þetta yrði svona brösugt. Ég get ekki sagt að ég hafi búist við því. Við erum búnir að spila á móti erfiðum liðum, en við erum líka búnir að tapa fyrir liðum sem við gerum kröfu til okkar sjálfa um að við náum í þrjú stig á móti. Það er kannski öllu verra."

Þurfum að taka þessa byrjun á mótinu, draga hana bakvið hlöðu og skjóta hana í hausinn
Sér Jökull fyrir sér að fara í taktískar breytingar til að ná upp ákefðinni hjá leikmönnum?

„Nei, ég á síður von á því. Ég og Gústi unnum mjög náið saman, áttum ótrúlega gott samstarf. Taktíkin er lítið að fara breytast. Við þurfum að taka þessa byrjun á mótinu, draga hana bakvið hlöðu og skjóta hana í hausinn og halda áfram. Svo þurfum við að byggja upp sjálfstraust, ná gleðinni upp og setja þyngri fókus á einfaldari hluti."

„Við þurfum að byrja leikina af meira afgerandi krafti, hækka tempó bæði á æfingum og í leikjum, hlaupa hraðar til baka, fara af meiri krafti í návígi. Þetta eru einföldu hlutirnir. Við erum mjög góðir í flóknum þáttum leiksins að mínu mati. Ef við pikkum upp þessa hluti þá held ég að við förum að sjá framfarir."


Jökull er mjög þakklátur fyrir tímann með Gústa, þakkar honum fyrir að hafa fengið sig til félagsins. „Hann sýndi mér gríðarlega mikið traust og gaf mér stórt hlutverk. Ég tel okkur hafa verið gott teymi."

„Nei. Hópurinn sem eftir stendur reynir að þétta sig ennþá meira saman og reynir að tryggja að leiðin liggur upp á við. Svo skoðum við þetta í framhaldinu. Það þarf að vanda til verka þar,"
sagði Jökull aðspurður um hvort hann væri kominn með einhvern aðstoðarmann.

Unnu hlutina saman
Það hafa einhverjir verið á því að Stjarnan hafi til þessa verið að spila fótboltann sem Jökull vill spila, en kannski ekki þann bolta sem Gústi hefur verið þekktur fyrir. Hversu miklu hefur Jökull fengið að ráða?

„Við höfum unnið þetta vel saman og Gústi var tilbúinn að gera alls konar hluti - sökkva sér með mér í alls konar pælingar - og öfugt. Hann mætir öllu með opnum hug og af hugrekki sem hefur sýnt sig í mörgu. Ég ætla ekki fara halda því fram að við spilum minn bolta, hans bolta eða eitthvað. Við erum bara hópur sem er að reyna kafa aðeins dýpra í hlutina, reyna fara aðeins lengra. Núna þarf að gera það betur," sagði Jökull.

Viðalið við hann má nálgast í spilaranum að neðan. Hann er þar spurður út í stöðu á leikmönnum sem hafa verið fjarverandi, næsta leik og ýmislegt fleira.

Næsti leikur liðsins er gegn ÍBV á laugardag.
Jökull Elísabetarson: Á erfitt með að dæma hver á að taka ábyrgðina
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner