Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 11. maí 2023 17:10
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Tímabilinu lokið hjá Saliba og Zinchenko
Zinchenko kom frá Man City fyrir tímabilið.
Zinchenko kom frá Man City fyrir tímabilið.
Mynd: Getty Images
Þeir William Saliba og Oleksandr Zinchenko, varnarmenn Arsenal, verða ekki meira með á tímabilinu. Frá þessu greinir David Ornstein á The Athletic í dag.

Saliba hefur glímt við meiðsli í baki að undanförnu og Zinchenko glímir við meiðsli í kálfa. Hvorugur þeirra á að þurfa að fara í aðgerð vegna meiðslanna en missa af síðustu þremur leikjum liðsins í úrvalsdeildinni.

Kieran Tierney kemur eflaust til að leysa Zinchenko af. Sá úkraínski þurfti að fara af velli í síðasta leik gegn Newcastle.

Saliba hefur ekki spilað síðan 12. mars vegna meiðslanna. Rob Holding hafði leyst hann af í fyrstu sex leikjunum en Jakub Kiwior hefur spilað síðustu tvo leik við hlið Gabriel í miðverðinum.

Arsenal er stigi á eftir Manchester City þegar þrjár umferðir eru eftir af deildinni. City á auk þess leik til góða. Næsti leikur Arsenal er gegn Brighton á sunnudag.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 34 24 5 5 82 26 +56 77
2 Man City 33 23 7 3 80 32 +48 76
3 Liverpool 34 22 8 4 75 34 +41 74
4 Aston Villa 34 20 6 8 71 50 +21 66
5 Tottenham 32 18 6 8 65 49 +16 60
6 Man Utd 33 16 5 12 51 50 +1 53
7 Newcastle 33 15 5 13 69 54 +15 50
8 West Ham 34 13 9 12 54 63 -9 48
9 Chelsea 32 13 8 11 61 57 +4 47
10 Bournemouth 34 12 9 13 49 60 -11 45
11 Brighton 33 11 11 11 52 54 -2 44
12 Wolves 34 12 7 15 46 54 -8 43
13 Fulham 34 12 6 16 50 54 -4 42
14 Crystal Palace 34 10 9 15 44 56 -12 39
15 Brentford 34 9 8 17 52 59 -7 35
16 Everton 34 11 8 15 36 48 -12 33
17 Nott. Forest 34 7 9 18 42 60 -18 26
18 Luton 34 6 7 21 47 75 -28 25
19 Burnley 34 5 8 21 37 69 -32 23
20 Sheffield Utd 34 3 7 24 33 92 -59 16
Athugasemdir
banner
banner