Alonso mikill aðdáandi Zubimendi - Funda í þriðja sinn um Fernandes - Ten Hag að taka við Leverkusen?
   fim 11. maí 2023 13:00
Elvar Geir Magnússon
Úlfarnir mæta Celtic og Roma í Suður-Kóreu
Wolves mun leika gegn Celtic og Roma í Suður-Kóreu á næsta undirbúningstímabili en félagið tilkynnti þetta í dag.

Julen Lopetegui og hans lið leika gegn Skotlandsmeisturunum í Suwon þann 26. júlí og leika svo gegn Jose Mourinho og lærisveinum í Incheon þremur dögum síðar.

Leikið verður á leikvöngum sem notaðir voru á HM 2022 en mótið var haldið í Suður-Kóreu og Japan.

Úlfarnir eru í þrettánda sæti ensku úrvalsdeildarinnar þegar liðið á eftir að leika þrjá leiki.
Athugasemdir
banner
banner