Alonso mikill aðdáandi Zubimendi - Funda í þriðja sinn um Fernandes - Ten Hag að taka við Leverkusen?
Óskar Hrafn: Þegar tveir strengir slitna tekur tíma að ná aftur takti við hljómsveitina
Rúnar vildi fá víti: Dómarinn á að sjá þetta betur en ég
Jökull: Enginn fór og henti kuðung í sturtubotninn
Þorri Mar þakklátur Stjörnunni - „Sýnir að það sé ekkert okkar á milli"
Láki: Það var reiðarslag fyrir okkur
Valor fékk að velja undir lok gluggans: Gott að sjá vini mína aftur
Jón Þór: Töpum á öllum sviðum leiksins og ég á enga útskýringu á því
Sá yngsti í sögunni: Fór beint heim, hringdi í alla og lét þau vita
Birkir mjög sáttur á Hlíðarenda: Eignuðumst barn og konan vildi koma suður
Túfa: Sást í augunum á mönnum að menn vildu svara fyrir sig
Lúkas Logi: Þetta er ekkert flókið
Gunnar Már: Jöfnunarmarkið var 100% brot
Halli Hróðmars: Þetta var flókinn dagur
Gunnar Heiðar: Erum á góðri leið með þetta lið
Alli Jói: Ógeðslega lengi út úr rútunni
Aron Snær: Pirrandi að við erum búnir að fá okkur tvö skítamörk
Davíð Smári hrósaði Fatai í hástert - „Gjörsamlega stórkostlegur"
Kallar eftir virðingu frá dómurum - „Vonandi kemur VAR í íslenska boltann sem fyrst"
Bjarni Jó: Blessaður vertu ég er búinn að vera í þessu í tæp 40 ár
Pablo Aguilera: Vissulega kalt fyrir mig komandi frá Spáni
   fim 11. maí 2023 23:13
Sölvi Haraldsson
Úlli: Komin mínúta fram yfir uppbótartímann þegar þeir jafna
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta er hrikalega svekkjandi. Maður er bara mjög svekktur með það að hafa misst þetta niður í jafntefli.“ sagði Úlfur Arnar Jökulsson eftir svekkjandi 3-3 jafntefli gegn Þrótti R. í kvöld.

Lestu um leikinn: Fjölnir 3 -  3 Þróttur R.

Máni Austmann kom Fjölni yfir eftir 50 sekúndur, hvað gerist í aðdragandanum?

„Þeir fara í pressu á okkur og við leysum vel úr henni. Síðan spilum við bara beinskeytt fram á við og Máni klárar færið sitt mjög vel. Bara frábær sókn í alla staði.“

Þú hlýtur að vera sáttur með innkomu Bjarna og Árna í dag?

„Já, við erum með mikla breidd og við erum með menn á bekknum sem geta breytt leikjunum. Mér fannst þetta ekki vera spurning í hálfleik, við ræddum um það að ná aðeins betri stjórn á leiknum og láta boltann ganga aðeins hraðar á milli. Mér fannst í stöðunni 3-1 bara tímaspursmál hvenær 4-1 myndi koma. Maður er bara sleginn út af laginu.“

Þið voruð betri í seinni hálfleik og fáið þessar blautu tuskur í andlitið alveg undir blálokin, hvað gerist þegar þeir minnka muninn og jafna svo?

„Fyrsta tuskan er náttúrulega þessi grísa að setja hann beint úr horni. Þetta er bara algjör grís. Í seinni hálfleik fáum við helling af færum áður en við skorum 2-1 og svo 3-1. Síðan fáum við nokkra sénsa til þess að fara í 4-1. Við köstum þessu bara frá okkur í lokin og gefum þeim stig.“

Hvernig fannst þér frammistaðan vera í heild sinni?

„Hún var bara fína. Alls ekkert slæm en við getum gert mikið betur. Við eigum auðvitað að klára þetta. En síðan er auðvitað líka dálítið sérstakt að það er kominn mínúta yfir uppgefinn uppbótartíma þegar þeir jafna. Ég á bágt með að skilja þá ákvörðun.“

Fannst þér línan hjá dómaranum ekki vera nógu skýr?

„Skrítin lína með spjöldin. Hvað er gult spjald og hvað ekki? En ég er ósáttastur með uppbótartímann. Það var ekkert sem dómarinn hefði getað bætt við tímann þegar uppbótartíminn var liðinn og mér finnst þetta galið.“

Þið byrjið hér inni í Egilshöllinni, er langt þangað til þið farið út á Fjölnisvöllinn?

„Það verður sitthvoru megin við mánaðarmótin. Völlurinn kemur illa undan vetri eins og frægt er orðið hér í Reykjavík. Það eru allir vellir í Reykjavík ekki góðir. Menn sjá KR völlinn til dæmis og Maggi Bö sem er grassérfræðingur er vakinn og sofinn yfir vellinum en hann er samt ekki til búinn fyrr en í næsta leik.“

Þið eigið Selfoss næst á útivelli, hvernig leggst það verkefni í þig?

„Bara vel, fúlt hvað er langt í hann. Ég hefði viljað fá hann eftir þrjá daga en við komum eins og særð ljón í þann leik og núna tekur við bara löng bið eftir honum.“ sagði Úlfur Arnar þjálfari Fjölnismanna.

Viðtalið má finna hér í spilaranum að ofan.


Athugasemdir