Alonso mikill aðdáandi Zubimendi - Funda í þriðja sinn um Fernandes - Ten Hag að taka við Leverkusen?
   fim 11. maí 2023 20:25
Hafliði Breiðfjörð
Veðmálaskandall í Brasilíu og Bandaríkjunum - Max Alves settur í bann

Max Alves leikmaður Colorado Rapids í bandarísku MLS  deildinni hefur verið settur í bann á meðan rannsakað er hvort hann hafi átt þátt í ólöglegum veðmálum.


Hvorki félagið né MLS deildin vildu nefna leikmanninn á nafn en bandarískir fjölmiðlar fullyrða að hann sé leikmaðurinn sme um ræðir.

MLS deildin fullyrðir að annar fyrrverandi leikmaður hafi einnig tekið þátt í þessu en uppruna málsins má rekja til þess að dómsmálaráðherra í Brasilíu setti af stað rannsókn þar sem hagræðing úrslita var tekin fyrir.

16 aðilar hafa verið ákærðir í málinu og þar á meðal eru sjö fótboltamenn. Fimm leikmenn í Brasilíu hafa verið settir í bann hjá sínum félugum.

Brasilíski fjölmiðillinn O Globo segir að grunur sé um að Alves hafi fengið 12 þúsund dollara fyrir að fá gult spjald í leik gegn LA Galaxy 17. september síðastliðinn. Hann fékk gult spjald tveimur mínútum eftir að hann kom inná á 64. mínútu.


Athugasemdir
banner
banner