Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   fim 11. maí 2023 20:35
Hafliði Breiðfjörð
Heimild: Daily Mail 
Verður úrslitaleikur Meistaradeildarinnar óvænt færður til Portúgals?
Verður úrslitaleikurinn í Portúgal eða Istanbul?
Verður úrslitaleikurinn í Portúgal eða Istanbul?
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, hefur sent óformlega fyrirspurn til portúgalska knattspyrnusambandsins um hvort hægt verði að halda úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í landinu ef ástandið verði ekki viðunandi í Istanbul í kjölfar kosninga í landinu.


Daily Mail fullyrðir í kvöld að UEFA hafi rætt við portúgölsk yfirvöld um þennan möguleika en leikurinn yrði þá færður til Lissabon í Portúgal.

Eins og staðan er núna á leikurinn að fara fram á Ataturk leikvangnum 10. júní næstkomandi. UEFA óttast að ókyrrð yrði í Istanbul ef Recep Tayyip Erdogan tapar kosningunum.

Portúgal tók tvisvar við úrslitaleiknum í Covid árin 2020 og 2021 í Lissabon og Porto.


Athugasemdir
banner
banner