Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 11. maí 2023 13:30
Fótbolti.net
Yorke um fjölda tapleikja Ten Hag: Ekki nægilega gott
Andy Cole og Dwight Yorke.
Andy Cole og Dwight Yorke.
Mynd: Getty Images
Dwight Yorke, Manchester United goðsögn, setur spurningamerki við þær framfarir sem liðið hefur tekið undir stjórn Erik ten Hag.

United er í bílstjórasætinu í baráttunni um Meistaradeildarsæti en hefur tapað gegn Brighton og West Ham í síðustu tveimur leikjum og stuðningsmenn óttast að liðið missi af sætinu.

Alls hefur United tapað níu leikjum í deildinni og Yorke bendir á að það eru fleiri leikir en liðið gerði á þeim tveimur heilu tímabilum sem Ole Gunnar Solskjær stýrði.

„Það er áhyggjuefni hversu margir leikir hafa tapast. Þegar þú ert stjóri Manchester United ertu gagnrýndur fyrir allt sem er ekki nægilega gott. Það er ekki hægt að fela sig," segir Yorke.

„Fólk talar um að liðið hafi tekið framförum og spili betri bolta. Liðið vann deildabikarinn, er í úrslitum FA-bikarsins og komst langt í Evrópudeildinni og það eru framfarir en Ten Hag hefur tapað fleiri deildarleikjum en Solskjær. Það verður að horfa til þess.

„Úrslitin hafa ekki verið nægilega góð. Manchester United horfir yfir öxlina og reynir í örvæntingu að halda í fjórða sætið. Ten Hag fær hrós þegar liðið spilar vel og þarf að taka gagnrýni þegar hlutirnir fara ekki vel."

United er nítján stigum frá toppliði Manchester City.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 34 24 5 5 82 26 +56 77
2 Liverpool 34 22 8 4 75 34 +41 74
3 Man City 32 22 7 3 76 32 +44 73
4 Aston Villa 34 20 6 8 71 50 +21 66
5 Tottenham 32 18 6 8 65 49 +16 60
6 Man Utd 33 16 5 12 51 50 +1 53
7 Newcastle 33 15 5 13 69 54 +15 50
8 West Ham 34 13 9 12 54 63 -9 48
9 Chelsea 32 13 8 11 61 57 +4 47
10 Bournemouth 34 12 9 13 49 60 -11 45
11 Brighton 32 11 11 10 52 50 +2 44
12 Wolves 34 12 7 15 46 54 -8 43
13 Fulham 34 12 6 16 50 54 -4 42
14 Crystal Palace 34 10 9 15 44 56 -12 39
15 Brentford 34 9 8 17 52 59 -7 35
16 Everton 34 11 8 15 36 48 -12 33
17 Nott. Forest 34 7 9 18 42 60 -18 26
18 Luton 34 6 7 21 47 75 -28 25
19 Burnley 34 5 8 21 37 69 -32 23
20 Sheffield Utd 34 3 7 24 33 92 -59 16
Athugasemdir
banner
banner