Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   fös 11. júní 2021 08:30
Victor Pálsson
Tottenham sagt horfa til Þýskalands
Mynd: Getty Images
Tottenham í ensku úrvalsdeildinni er sagt vera í viðræðum við framherjann Marcus Thuram sem spilar í Þýskalandi.

Thuram er 23 ára gamall sóknarmaður en hann mun spila með Frökkum á EM alls staðar sem hefst á morgun.

Miklar líkur eru taldar á því að Thuram sé á förum frá Borussia Monchengladbach í sumar en þar hefur leikmaðurinn spilað frá 2019.

Thuram kom frá Guingamp í Frakklandi og hefur skorað 18 deildarmörk í 60 leikjum. Hann á einnig að baki þrjá landsleiki fyrir Frakka.

Harry Kane gæti verið á förum frá Tottenham í sumar en óvíst er hvort Thuram sé í myndinni sem arftaki hans eða ekki.

Thuram getur leyst ýmsar stöður í fremstu víglínu og gæti því reynst Tottenhan öflugur þegar kemur að breidd hópsins.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner