Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 11. júlí 2020 11:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Jack Charlton er látinn
Jack Charlton og Sir Bobby.
Jack Charlton og Sir Bobby.
Mynd: Getty Images
Jack Charlton, sem varð Heimsmeistari með Englandi 1966, er látinn - 85 ára að aldri.

Charlton hefur verið að glíma við langvinn veikindi. Hann lést í faðmi fjölskyldu sinnar í Northumberland í gær.

Hann er goðsögn hjá Leeds United þar sem hann lék 773 leiki á 23 árum. Geri aðrir betur. Hann spilaði 35 landsleiki fyrir England og lék alla leikina á HM 1966 þar sem England stóð uppi sem sigurvegari.

Charlton náði einnig góðum árangri sem þjálfari og stýrði hann írska landsliðinu á tveimur Heimsmeistaramótum og einu Evrópumóti.

Sir Bobby Charlton, goðsögn hjá Manchester United, er bróðir Jack.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner