Cunha og Sane orðaðir við Arsenal - Gabriel til Sádi? - Mainoo gæti farið og Bellingham komið - Isak fær væna launahækkun
   mán 11. júlí 2022 16:30
Elvar Geir Magnússon
Kane kastaði upp og Son búinn á því á æfingu hjá Conte
Harry Kane alveg búinn á því.
Harry Kane alveg búinn á því.
Mynd: Skjáskot
Lið Tottenham er í Seúl í Suður-Kóreu og óhætt að segja að Antonio Conte, stjóri liðsins, sé ekki með silkihanskana með. Hann er þekktur fyrir erfiðar æfingar á undirbúningstímabilinu og vill tryggja að sitt lið sé í toppformi þegar nýtt tímabil fer af stað.

Liðið æfði í dag í 30 stiga hita í tvo klukkutíma og óhætt að segja að leikmenn hafi verið gjörsamlega búnir á því að æfingunni lokinni. Harry Kane kastaði upp.

Þrekþjálfarinn Gian Piero Ventrona lét menn hlaupa 42 sinnum yfir völlinn á miklum hraða. Í steikjandi hitanum þá var Kane algjörlega bugaður eftir einn sprettinn, fór á hnén og kastaði upp.

Hér að neðan má sjá myndband af því þegar Son Heung-min var algjörlega búinn á því og lagðist á grasið. Þetta var aðeins annar dagur hans á undirbúningstímabilinu.


Athugasemdir
banner
banner
banner