Arsenal hlustar á tilboð í Jesus - Tottenham reynir við Gallagher - Liverpool orðað við varnarmann Frankfurt
   fim 11. ágúst 2022 17:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hvað gerðist hjá Dele Alli? - „Ekki innistæða fyrir því andlega"
Dele Alli.
Dele Alli.
Mynd: Getty Images
Alli kom inn á sem varamaður hjá Everton í fyrsta leik tímabilsins.
Alli kom inn á sem varamaður hjá Everton í fyrsta leik tímabilsins.
Mynd: Getty Images
Dele Alli hefur heldur betur fallið af stjörnuhimninum. Á fyrstu árum sínum hjá Tottenham var hann ein helsta stjarnan í enska boltanum, en núna er staðan önnur.

Hann kemst varla í liðið hjá Everton sem er búist við því að það verði í fallbaráttu í vetur.

Í síðustu viku var rætt við Tottenham-mennina Hörð Ágústsson og Ingimar Helga Finnsson um Alli og hans sögu. Hann náði ekki alveg að höndla það nægilega vel að vera stærsta stjarnan í enska fótboltanum.

„Mér þykir svo vænt um hann," sagði Ingimar og tók Hörður undir það.

„Hann átti skilið betri þjálfara en Mourinho á þeim tíma. Það var eitthvað í gangi hjá honum og hann fékk ekki þann stuðning sem hann átti skilið," sagði Hörður.

Alli ólst upp við mikla fátækt hjá móður sinni sem glímir við mikinn alkahólisma. Uppvöxturinn var erfiður og þurfti Alli ungur að flytja að heiman.

„Ég held að það sé ekkert auðvelt að vera fátækur blökkumaður ættaður frá Nígeríu, alinn upp af mömmu sinni og hafa ekki átt fyrir mat fyrstu ár ævi sinnar. Svo verður hann stærsta stjarna Englands og fólk er að tala um þig í sömu setningu og Gascoigne og Lineker. Það var ekki innistæða fyrir því andlega og þá þarftu að vera með stuðning, en ég held að hann hafi ekki haft það."

Þeir telja að Alli muni ekki komast á fyrri stall aftur. „Ég held að hann sé því miður kominn á Jesse Lingard vegferðina, en ég mun halda með honum. Ég er með áritaða treyju af honum upp á vegg," segir Hörður.

Alli byrjaði fyrsta leik Everton á tímabilinu á bekknum en hann lék um hálftíma í 0-1 tapi gegn Chelsea.

Hægt er að hlusta á þáttinn í heild sinni hér að neðan.
Enski boltinn - Löngu kominn tími á málm hjá Tottenham
Athugasemdir
banner
banner