Man Utd líklegast að fá Olise - Man Utd til í að hlusta á tilboð í Rashford - Juve leiðir kapphlaupið um Greenwood
   fim 11. ágúst 2022 13:10
Innkastið
„Mönnum er bara drullusama, það er engin ákefð og enginn karakter"
Matthías Vilhjálmsson, fyrirliði FH.
Matthías Vilhjálmsson, fyrirliði FH.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Sigurvin Ólafsson og Eiður Smári Guðjohnsen.
Sigurvin Ólafsson og Eiður Smári Guðjohnsen.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
„Stuðningsmenn liðsins eru vægast sagt ósáttir og það sést bara á mætingunni," segir Magnús Haukur Harðarson, fótboltaþjálfari og stuðningsmaður FH, í Innkastinu.

Magnús var ómyrkur í máli í garð FH í þættinum en Hafnarfjarðarliðið er aðeins einu stigi fyrir ofan fallsvæðið og hefur ekki unnið deildarleik síðan Eiður Smári Guðjohnsen tók við stjórnartaumunum.

Magnús er síður en svo ánægður með framlag leikmanna og nefnir þar meðal annars Matthías Vilhjálmsson fyrirliða.

„Ég var hálf orðlaus að horfa á leikinn, þegar ég var hérna síðast var ég ekki að kalla eftir þjálfaraskiptum heldur meira að leikmenn tækju ábyrgð. Nú eru komnir sjö leikir hjá Eiði og enginn sigur, tvö mörk skoruð."

„Matti Villa, það hlýtur að vera í samningnum hans að hann byrji alla leiki. Fyrirliði liðsins... mönnum er bara drullusama. Það er engin ákefð, enginn karakter. Uppspilið er orðið hægara en það var, eins ótrúlegt og það er. Það er engin pressa neinstaðar," segir Magnús í þættinum.

„Maðurinn sem á að draga vagninn inni á vellinum sem fyrirliði liðsins er oftast slakasti maðurinn á vellinum. Ég get haldið áfram, FH átti að losa sig við Gunnar Nielsen fyrir fimm árum. Hann kostar liðið meira en hann vinnur og það sýnir sig á þessu tímabili að hann getur varla skutlað sér niður eða farið í úthlaup."

„Þú ert með Eggert Gunnþór og hann hreyfist varla inni á vellinum. Hann var í standi fyrst þegar hann kom beint úr tímabili í Danmörku. Síðan þá hefur hann ekki getað neitt, sama hvort það hefur verið sem miðjumaður eða miðvörður eða hvar sem hann hefur verið látinn spila."

Eiður virðist ekki ná neinu til leikmanna
Þegar Eiður Smári tók við FH ásamt Loga Ólafssyni sumarið 2020 fór liðið á gott skrið, leikmenn fóru upp á tærnar og spilaði flottan fótbolta. Eiður er ekki að ná því sama úr mönnum núna.

„Ég held að það sé margt búið að gerast í hans lífi. Þetta KSÍ dæmi, þar kemur ýmislegt upp. Hann er látinn fara þar. Ég þekki ekki einkalíf Eiðs en ég var mjög sáttur við þegar hann var kominn aftur en það virðist margt hafa gerst á þessu eina ári. Hann virðist ekki vera að ná neinu til leikmanna," segir Magnús.

„Eiður má sýna meiri karakter í viðtölum og láta menn aðeins heyra það. Þegar vítið (sem KA fékk) var dæmt þá var öllum drullusama. Menn löbbuðu bara til baka, það er engin nein líkamstjáning sem sýnir að mönnum sé ekki sama. Eiður Smári má sýna meira hjarta fyrir því að hann sé tilbúinn í þetta verkefni."

Fullt af mönnum á fáránlegum launum
Í Innkastinu voru menn sammála um að Kristinn Freyr Sigurðsson hefði fengið ósanngjarna gagnrýni.

„Menn tala um Kristin Frey sem einhver verstu kaup sumarsins en það er bara ekki rétt. Ef að FH væri bara búið að skora úr fjórða hverju færi sem hann býr til... hann spilar bara sinn leik og býr til færi og kemur samherjum sínum í góðar stöður. Kiddi hefur einn gír og það er fram á við, hann hefur gert það ótrúlega vel. Björn Daníel hefur einnig spilað góðan fótbolta, sem kemur ekki á óvart þar sem hann er á samningsári," segir Magnús.

„Þú ert með fullt af leikmönnum sem eru á fáránlegum launum og það þarf að koma þeim í skilning um hvað það þýðir að spila fyrir FH. Menn eru ekki tilbúnir að berjast fyrir merkið og þá eiga menn að vera einhverstaðar annars staðar. Það skiptir ekki máli hver hefði tekið við, þetta er illa samsett."

Hægt er að hlusta á þáttinn í spilaranum hér að neðan eða í gegnum hlaðvarpsveitur. Þar er meðal annars rætt um að fáir leikmenn myndu vera tilbúnir að fylgja liðinu niður ef það myndi falla í Lengjudeildina. „Staðan er sú að Skaginn og Leiknir eru enn lélegri en það er svo stutt á milli," segir Magnús.
Innkastið - Bestu liðin hiksta og FHallbaráttan harðnar
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner