PSG og Man Utd gætu gert skiptidíl - Engar viðræður um Salah - Konate má fara fyrir 15 milljónir punda
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
banner
   mið 11. september 2019 14:13
Elvar Geir Magnússon
Sölvi: Ég sé ekkert annað fyrir mér en sigur
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
„Það er langt síðan bikarinn kom í Víkina og það er mikil spenna fyrir þessum leik," segir Sölvi Geir Ottesen, fyrirlið Víkings.

Víkingar hafa einu sinni orðið bikarmeistarar og það er beðið með mikilli eftirvæntingu eftir leiknum á laugardaginn klukkan 17, þegar Víkingur mætir FH í úrslitaleiknum á Laugardalsvelli.

Hvernig metur Sölvi möguleika Víkings?

„Ég sé ekkert annað fyrir mér en sigur. Ég tel möguleika okkar mikla. Við höfum mætt þeim tvisvar í deildinni og í þeim leikjum finnst mér við hafa spilað betur en þeir. Við komum fullir sjálftrausts í þessum leik og maður finnur það í Fossvoginum að það er spenna."

„Það er mikið í húfi. Það skiptir mestu að vinna titil og við ætlum að gera það, Evrópusæti er svo bara bónus. Við höfum spilað skemmtilegan fótbolta í sumar og FH spilar líka skemmtilegan fótbolta. Þetta gæti orðið skemmtilegur leikur."

Ljóst þykir að Kári Árnason geti ekki spilað leikinn eftir að hann meiddist í tapleik Íslands gegn Albaníu.

„Þetta er leiðinlegt fyrir Kára, þetta er stór og skemmtilegur leikur. Þetta er einn stærsti leikur Víkings og ég er svekktur fyrir hans hönd að ná ekki leiknum, ef svo fer," segir Sölvi.
Hvernig finnst þér ný landsliðstreyja Íslands?
Athugasemdir
banner
banner