Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fös 11. september 2020 13:15
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Íslenskt félag vildi fá Nóa í sínar raðir - „Superettan var betra val þá"
Sáttur með að hafa valið fótboltann fram yfir rugby
 Njarðvík hafði samband við mig áður en ég framlengdi við Syrianska en Superettan var bara betra val þá.
Njarðvík hafði samband við mig áður en ég framlengdi við Syrianska en Superettan var bara betra val þá.
Mynd: @Brano_Spanka / FK Senica
 Íþrottakennarinn sagði við mig að ég væri betri í rugby en fótbolta. Ég er samt sáttur með valið á fótboltanum fram yfir Rugby!
Íþrottakennarinn sagði við mig að ég væri betri í rugby en fótbolta. Ég er samt sáttur með valið á fótboltanum fram yfir Rugby!
Mynd: @Brano_Spanka / FK Senica
Rætt var ítarlega við Nóa Snæhólm Ólafsson og birtist viðtalið við varnarmanninn 26 ára gamla hér á vefnum fyrr í dag. Nói er leikmaður FK Senica í Slóvakíu en hann yfirgaf Svíþjóð í júlí eftir að hafa búið þar í tæpan áratug.

Viðtalið:
Úr East Grinstead Town og KR í slóvakísku úrvalsdeildina - Saga Nóa Ólafssonar

Njarðvík hafði áhuga fyrir tímabilið 2019
Nói lék með yngri flokkum KR þegar hann var 13-17 ára gamall. Á ferli sínum í Svíþjóð varð hann einhvern tímann var við áhuga frá íslensku félagi?

„Ég hef ekki verið í sambandi við mörg lið á Íslandi. Njarðvík hafði samband við mig áður en ég framlengdi við Syrianska en Superettan [næst efsta deild í Svíþjóð] var bara betra val þá."

Njarðvík var á þeim tíma að fara inn í tímabil í 1. deildinni. En fylgist Nói með gangi mála í íslensku deildunum?

„Þegar ég bjó á Íslandi mætti ég á flesta leiki hjá KR en undanfarin ár hef ég lítið fylgst með Íslensku deildunum."

Nói segir frá því í viðtalinu að hann hafi fengið tvö samningstilboð frá finnskum félögum. Hafði hann fengið fleiri tilboð frá félögum utan Svíþjóðar áður en samningstilboðið barst frá Senica?

„Ég hef farið til Hollands, Noregs og Finnlands á reynslur en svo hafa einnig lið frá Ameríku og Írlandi sýnt mér áhuga."

Sagði Nóa betri í Rugby en fótbolta
Fréttaritari fletti Nóa upp á samfélagsmiðlum og úr þeirri skoðun kom síðasta spurningin. Er Nói góður í körfubolta?

„Haha nei, ég get spilað körfu en myndi alls ekki segja að ég sé góður. Hins vegar þegar ég var tíu ára og bjó á Englandi þá spilaði ég með í skólaliðinu í rugby [ruðningi] og íþrottakennarinn sagði við mig að ég væri betri í rugby en fótbolta. Ég er samt sáttur með valið á fótboltanum fram yfir Rugby!" sagði Nói.

Viðtalið:
Úr East Grinstead Town og KR í slóvakísku úrvalsdeildina - Saga Nóa Ólafssonar
Athugasemdir
banner