Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 11. september 2020 09:09
Magnús Már Einarsson
WBA reynir að fá Ivanovic
Mynd: Getty Images
WBA er að reyna að fá Branislav Ivanovic, fyrrum varnarmann Chelsea, í sínar raðir.

Slaven Bilic, stjóri WBA, vill fá reynslu í hópinn fyrir átökin í ensku úrvalsdeildinni.

Hinn 36 ára gamli Ivanovic er án félags en samningur hans hjá Zenit St Pétursborg í Rússlandi rann út á dögunum.

Ivanovic þekkir ensku úrvalsdeildina inn og út en hann varð þrisvar meistari með Chelsea á sínum tíma.

Möguleiki er á að gengið verði frá félagaskiptunum strax í dag að sögn Sky Sports en WBA mætir Leicester í fyrstu umferð úrvalsdeildarinnar um helgina.
Athugasemdir
banner
banner
banner