Haaland verður með riftunarákvæði - Real Madrid ætlar að fá Saliba - Antony til Newcastle?
   lau 11. september 2021 21:54
Brynjar Ingi Erluson
Pepsi Max-deildin: Ekkert fær stöðvað Blika
Árni Vilhjálmsson skoraði tvö
Árni Vilhjálmsson skoraði tvö
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik 3 - 0 Valur
1-0 Árni Vilhjálmsson ('61 , víti)
2-0 Kristinn Steindórsson ('72 )
3-0 Árni Vilhjálmsson ('86 )
Lestu um leikinn

Lestu um leikinn: Breiðablik 3 -  0 Valur

Breiðablik er komið aftur í toppsæti Pepsi Max-deildar karla eftir 3-0 sigur á Val í 20. umferð deildarinnar á Kópavogsvelli í kvöld.

Blikar stjórnuðu ferðinni í leiknum en náðu þó ekki að skapa sér mikið af hættulegum færum í fyrri hálfleik.

Birkir Heimisson átti besta færi Vals úr aukaspyrnu en skot hans fór rétt framhjá markinu. Kristinn Steindórsson kom boltanum í markið á 42. mínútu en aðstoðardómarinn var búinn að flagga rangstöðu.

Markalaust í hálfleik og líklega sanngjarnt miðað við hvernig leikurinn spilaðist.

Anton Ari Einarsson þurfti að taka á stóra sínum í markinu á 51. mínútu. Fyrst átti Guðmundur Andri Tryggvason skot sem Anton varði út á Tryggva Hrafn Haraladsson. Hann lét vaða og var Anton aftur mættur til að blaka honum í horn.

Átta mínútum síðar fengu Blikar vítaspyrnu. Johannes Vall var með boltann í teignum og sendi hann á Guðmund Andra, sem fór með boltann aftur inn í teiginn, missti hann frá sér á Gísla Eyjólfsson og tók hann svo niður í kjölfarið.

Árni Vilhjálmsson steig á punktinn og skoraði örugglega framhjá Hannes Þór Halldórssyni. Kristinn Steindórsson náði í annað mark Blika ellefu mínútum síðar.

Jason Daði Svanþórsson keyrði framhjá Vall, inn í teig og upp að endalínu áður en hann lagði boltann í teiginn og þar var Kristinn Steindórs mættur til að afgreiða knöttinn í netið. Árni Vill gerði svo þriðja og síðasta mark Blika í leiknum á 86. mínútu en Jason Daði hljóp á eftir langri sendingu fram völlinn, lagði boltann til hliðar á Árna sem kláraði í fjærhornið.

Blikar fara með risasigur af hólmi, 3-0. Blikar eru nú á toppnum með 44 stig, tveimur stigum meira en Víkingur sem er í öðru sæti þegar tvær umferðir eru eftir.
Athugasemdir
banner
banner