Arsenal og Man Utd vilja Adeyemi - Stórveldi á eftir miðjumanni AZ - PSG vill Vinícius á frjálsri sölu 2027 - Newcastle skoðar Trafford
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
   sun 11. september 2022 17:43
Hafliði Breiðfjörð
Frederik Schram: Verðum að bregðast við því þetta var vandræðalegt
Frederik Schram ver í leiknum í dag.
Frederik Schram ver í leiknum í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Sigurmark Leiknis.
Sigurmark Leiknis.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

„Þetta var ekki gott, við vorum ekki góðir í dag. Við þurfum að vinna svona leiki en þetta er bara ekki nógu gott," sagði Frederik Schram markvörður Vals eftir 1 - 0 tap gegn Leikni í dag.


Lestu um leikinn: Leiknir R. 1 -  0 Valur

„Við vorum með boltann allan leikinn og vorum að fá færi en hittum markið ekki nógu oft. Þegar við hittum á markið gátum við ekki skorað. Það er erfitt að vinna svona leiki. Við verðum að horfa í spegil og sjá hvað við getum gert því þetta er ekki nógu gott."

Zean Dalügge leikmaður Leiknis fékk að líta rauða spjaldið snemma leiks og Valur var því nánast allan tímann manni fleiri.

„Ég sá það ekki en það er sama hvort þeir hafi fengið rautt spjald eða ekki. Við eigum að vinna svona leik. Við eigum að gera meiri kröfu á okkur sjálfa, við erum vissulega með boltann en þeir vinna vel úr því. Það er engin afsökun við verðum að vinna svona leiki. Það er erfitt að útskýra afhverju svona fljótt eftir að leik lauk en ég get þó sagt að þetta er ekki nógu gott og við verðum allir að líta í spegil og sjá hvort við getum gert eitthvað betur því þetta er ekki nógu gott."

Valur á núna sex leiki eftir af mótinu, næsti leikur er stórleikur gegn KA.

„Ég krefst þess að við komum til baka í næsta leik gegn KA. Við verðum að bregðast við því þetta var vandræðalegt. Þetta verður stór leikur gegn KA og þeir voru að vinna Breiðalik svo þetta verður enn stærri leikur fyrir vikið. Ef við ætlum okkur að ná þriðja sæti og nálgast KA þá verðum við að vinna svona leiki en ef við spilum svona þá eigum við ekki séns. Við verðum að stíga upp og horfa í spegil og gera kröfu á okkur og sýna það í næsta leik."

Þið voruð mikið meira með boltann en voruð ekkert að skapa ykkur í dag?

„Já þetta er alveg týpískur leikur þegar maður spilar gegn liði sem er manni færri. Maður er alltaf með boltann og reynir og reynir mismunandi hluti en það gekk ekki upp. Við fengum líka færi sem við nýttum ekki. Stundum nær maður ekki að skora en þá verðum við að halda hreinu og sætta okkur við eitt stig. En við megum ekki tapa leik svona."

Gast þú gert eitthvað í markinu?

„Ég get alltaf gert betur í marki. Við verðum allir að líta í á okkur sjálfa og sjá hvort við getum gert betur. Hann kom einn á móti mér og ég gerði mitt besta í þeirri stöðu en það var ekki nógu gott."


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner