Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
Finnst línan vera óskýr - „Þeir máttu það í dag“
Alltaf skemmtilegustu leikirnir - „Ég er með eitraða hægri löpp"
Hinrik Harðar: Mikil ábyrgð að vera kominn í ÍA
Rúnar Páll: Það er það sem Fylkir gengur út á
Jón Þór: Vil byrja mótið 1. mars
Amanda: Markmiðið er að fara aftur út en fókusinn er á Val
Jóhann Kristinn: Mér fannst við ekki komast yfir spennuna
Haddi: Meira svekktur með frammistöðuna en að hafa fengið á okkur mark
   sun 11. september 2022 17:43
Hafliði Breiðfjörð
Frederik Schram: Verðum að bregðast við því þetta var vandræðalegt
Frederik Schram ver í leiknum í dag.
Frederik Schram ver í leiknum í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Sigurmark Leiknis.
Sigurmark Leiknis.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

„Þetta var ekki gott, við vorum ekki góðir í dag. Við þurfum að vinna svona leiki en þetta er bara ekki nógu gott," sagði Frederik Schram markvörður Vals eftir 1 - 0 tap gegn Leikni í dag.


Lestu um leikinn: Leiknir R. 1 -  0 Valur

„Við vorum með boltann allan leikinn og vorum að fá færi en hittum markið ekki nógu oft. Þegar við hittum á markið gátum við ekki skorað. Það er erfitt að vinna svona leiki. Við verðum að horfa í spegil og sjá hvað við getum gert því þetta er ekki nógu gott."

Zean Dalügge leikmaður Leiknis fékk að líta rauða spjaldið snemma leiks og Valur var því nánast allan tímann manni fleiri.

„Ég sá það ekki en það er sama hvort þeir hafi fengið rautt spjald eða ekki. Við eigum að vinna svona leik. Við eigum að gera meiri kröfu á okkur sjálfa, við erum vissulega með boltann en þeir vinna vel úr því. Það er engin afsökun við verðum að vinna svona leiki. Það er erfitt að útskýra afhverju svona fljótt eftir að leik lauk en ég get þó sagt að þetta er ekki nógu gott og við verðum allir að líta í spegil og sjá hvort við getum gert eitthvað betur því þetta er ekki nógu gott."

Valur á núna sex leiki eftir af mótinu, næsti leikur er stórleikur gegn KA.

„Ég krefst þess að við komum til baka í næsta leik gegn KA. Við verðum að bregðast við því þetta var vandræðalegt. Þetta verður stór leikur gegn KA og þeir voru að vinna Breiðalik svo þetta verður enn stærri leikur fyrir vikið. Ef við ætlum okkur að ná þriðja sæti og nálgast KA þá verðum við að vinna svona leiki en ef við spilum svona þá eigum við ekki séns. Við verðum að stíga upp og horfa í spegil og gera kröfu á okkur og sýna það í næsta leik."

Þið voruð mikið meira með boltann en voruð ekkert að skapa ykkur í dag?

„Já þetta er alveg týpískur leikur þegar maður spilar gegn liði sem er manni færri. Maður er alltaf með boltann og reynir og reynir mismunandi hluti en það gekk ekki upp. Við fengum líka færi sem við nýttum ekki. Stundum nær maður ekki að skora en þá verðum við að halda hreinu og sætta okkur við eitt stig. En við megum ekki tapa leik svona."

Gast þú gert eitthvað í markinu?

„Ég get alltaf gert betur í marki. Við verðum allir að líta í á okkur sjálfa og sjá hvort við getum gert betur. Hann kom einn á móti mér og ég gerði mitt besta í þeirri stöðu en það var ekki nógu gott."


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner