Risatilboði Chelsea hafnað - Tekur Nuno við West Ham? - Tveir á blaði United - Ungur miðvörður til Arsenal?
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
   sun 11. september 2022 16:39
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kaplakrika
Venni talar um eitt skref í vegferðinni - „Fínt að rjúfa þann múr"
Sigurvin Ólafsson, aðstoðarþjálfari FH.
Sigurvin Ólafsson, aðstoðarþjálfari FH.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Venni ánægður með dagsverkið.
Venni ánægður með dagsverkið.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
„Mér líður ofsalega vel," sagði Sigurvin Ólafsson, aðstoðarþjálfari FH, eftir 6-1 sigur gegn ÍA í Bestu deildinni í dag.

„Það gekk svo til allt upp. Strákarnir eiga þetta skilið og FH á þetta skilið," sagði hann jafnframt.

Lestu um leikinn: FH 6 -  1 ÍA

Þetta var mikill fallbaráttuslagur en FH var með völdin á vellinum frá upphafi til enda. „Allir leikirnir sem eru eftir eru sex stiga leikir. Það byrjaði í síðustu viku. Þetta er eitt skref í vegferðinni, þetta var ekki úrslitaleikur en þetta var mikilvægt."

FH skoraði strax á fimmtu mínútu og kom markið úr vítaspyrnu, en liðið klúðraði tveimur vítum í síðasta leik gegn Leikni og einu í leiknum þar áður gegn KA.

„Það var fínt að rjúfa þann múr að skora úr vítaspyrnu. Við höfum oft byrjað vel og ekki náð að hnoða inn mörkum. Við áttum þetta skilið. Við fengum gusu á okkur þegar þeir minnka muninn í 2-1 og þá rennur upp fyrir manni að Skaginn gefst aldrei upp. Við ræddum það í hálfleik að þeir gefast aldrei upp. Við mættum með góða ákefð í seinni hálfleikinn. Svo náðum við að aflífa þetta."

„Við æfðum ekkert vítaspyrnurnar, það kunna allir að sparka ellefu metra langt."

FH hefur átt erfitt tímabil heilt yfir en liðið hefur ekki tapað í fimm leikjum í röð núna.

„Við sem félag litum inn á við, hættum að svekkja okkur á að vera ekki í toppbaráttunni og áttuðum okkur á því í hvaða baráttu við værum komnir. Við þurfum að vera auðmjúkir og takast á við það verkefni. Við erum orðnir raunsæir á þá stöðu sem við erum í. Við þurftum að finna grunninn og við erum búnir að finna hann. Það er ekkert komið enn þá, við þurfum að halda áfram á þessum nótum," sagði Sigurvin.

„Þetta eru allt saman úrslitaleikir og svo er bikarúrslitaleikurinn líka á milli. Eins leiðinlegt og það er að vera ekki í toppbaráttu þá er allavega skemmtilegt að fá alla þessa úrslitaleiki. Það er gaman að spila úrslitaleiki."

Allt viðtalið er í spilaranum hér fyrir ofan.
Athugasemdir