„Mér líður ofsalega vel," sagði Sigurvin Ólafsson, aðstoðarþjálfari FH, eftir 6-1 sigur gegn ÍA í Bestu deildinni í dag.
„Það gekk svo til allt upp. Strákarnir eiga þetta skilið og FH á þetta skilið," sagði hann jafnframt.
„Það gekk svo til allt upp. Strákarnir eiga þetta skilið og FH á þetta skilið," sagði hann jafnframt.
Lestu um leikinn: FH 6 - 1 ÍA
Þetta var mikill fallbaráttuslagur en FH var með völdin á vellinum frá upphafi til enda. „Allir leikirnir sem eru eftir eru sex stiga leikir. Það byrjaði í síðustu viku. Þetta er eitt skref í vegferðinni, þetta var ekki úrslitaleikur en þetta var mikilvægt."
FH skoraði strax á fimmtu mínútu og kom markið úr vítaspyrnu, en liðið klúðraði tveimur vítum í síðasta leik gegn Leikni og einu í leiknum þar áður gegn KA.
„Það var fínt að rjúfa þann múr að skora úr vítaspyrnu. Við höfum oft byrjað vel og ekki náð að hnoða inn mörkum. Við áttum þetta skilið. Við fengum gusu á okkur þegar þeir minnka muninn í 2-1 og þá rennur upp fyrir manni að Skaginn gefst aldrei upp. Við ræddum það í hálfleik að þeir gefast aldrei upp. Við mættum með góða ákefð í seinni hálfleikinn. Svo náðum við að aflífa þetta."
„Við æfðum ekkert vítaspyrnurnar, það kunna allir að sparka ellefu metra langt."
FH hefur átt erfitt tímabil heilt yfir en liðið hefur ekki tapað í fimm leikjum í röð núna.
„Við sem félag litum inn á við, hættum að svekkja okkur á að vera ekki í toppbaráttunni og áttuðum okkur á því í hvaða baráttu við værum komnir. Við þurfum að vera auðmjúkir og takast á við það verkefni. Við erum orðnir raunsæir á þá stöðu sem við erum í. Við þurftum að finna grunninn og við erum búnir að finna hann. Það er ekkert komið enn þá, við þurfum að halda áfram á þessum nótum," sagði Sigurvin.
„Þetta eru allt saman úrslitaleikir og svo er bikarúrslitaleikurinn líka á milli. Eins leiðinlegt og það er að vera ekki í toppbaráttu þá er allavega skemmtilegt að fá alla þessa úrslitaleiki. Það er gaman að spila úrslitaleiki."
Allt viðtalið er í spilaranum hér fyrir ofan.
Athugasemdir