Guehi til sölu - Everton hafnaði fyrirspurnum í Branthwaite - Wharton falur fyrir 70 milljónir
Óskar Borgþórs hótaði að rífa sig úr að ofan - „Það var bara til að æsa aðeins"
Evrópusætið ekki lengur í höndum Breiðabliks - „Ömurleg tilfinning"
Sölvi Geir virkilega ánægður: Hefur reynst okkur erfiður útivöllur í gegnum tíðina
Samantha: Vildum sýna að við eigum titilinn skilið
Guðni: Hún mun nýtast land og þjóð vel í komandi framtíð
Nik: Fagnaðar dagur fyrir þær í dag
Thelma Karen: Ég þarf að sjá hvað ég ætla að gera
Einar Guðna: Við þurfum að gera betur og lenda ofar
Jóhannes Karl: Þannig er fótbolti
Jói Bjarna: Erum að smella í gang
Haukur Andri: Höfum verið óheppnir með úrslit
Þorsteinn opnar nýjan kafla: Ágætis tímapunktur til að skipta út og gera breytingar
„Vonandi að fólk sjái að maður geti spilað gegn svona leikmönnum“
Ógeðslega erfitt að horfa frá bekknum - „Fannst ég ná að stríða og djöflast í þeim“
Sverrir Ingi um baráttuna við Mateta - „Ógnarsterkur náungi“
Daníel Tristan: Það er miklu erfiðara finnst mér
Stærsta augnablikið á ferlinum til þessa - „Það voru allir trylltir"
Hákon Arnar: Verður áhugavert hvað menn segja núna
Ísak: Höfðum getað vorkennt sjálfum okkur og haldið að þetta væri búið
Elías notaði orð sem Arnar elskar - „Verður líka að kunna það"
   sun 11. september 2022 16:39
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kaplakrika
Venni talar um eitt skref í vegferðinni - „Fínt að rjúfa þann múr"
Sigurvin Ólafsson, aðstoðarþjálfari FH.
Sigurvin Ólafsson, aðstoðarþjálfari FH.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Venni ánægður með dagsverkið.
Venni ánægður með dagsverkið.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
„Mér líður ofsalega vel," sagði Sigurvin Ólafsson, aðstoðarþjálfari FH, eftir 6-1 sigur gegn ÍA í Bestu deildinni í dag.

„Það gekk svo til allt upp. Strákarnir eiga þetta skilið og FH á þetta skilið," sagði hann jafnframt.

Lestu um leikinn: FH 6 -  1 ÍA

Þetta var mikill fallbaráttuslagur en FH var með völdin á vellinum frá upphafi til enda. „Allir leikirnir sem eru eftir eru sex stiga leikir. Það byrjaði í síðustu viku. Þetta er eitt skref í vegferðinni, þetta var ekki úrslitaleikur en þetta var mikilvægt."

FH skoraði strax á fimmtu mínútu og kom markið úr vítaspyrnu, en liðið klúðraði tveimur vítum í síðasta leik gegn Leikni og einu í leiknum þar áður gegn KA.

„Það var fínt að rjúfa þann múr að skora úr vítaspyrnu. Við höfum oft byrjað vel og ekki náð að hnoða inn mörkum. Við áttum þetta skilið. Við fengum gusu á okkur þegar þeir minnka muninn í 2-1 og þá rennur upp fyrir manni að Skaginn gefst aldrei upp. Við ræddum það í hálfleik að þeir gefast aldrei upp. Við mættum með góða ákefð í seinni hálfleikinn. Svo náðum við að aflífa þetta."

„Við æfðum ekkert vítaspyrnurnar, það kunna allir að sparka ellefu metra langt."

FH hefur átt erfitt tímabil heilt yfir en liðið hefur ekki tapað í fimm leikjum í röð núna.

„Við sem félag litum inn á við, hættum að svekkja okkur á að vera ekki í toppbaráttunni og áttuðum okkur á því í hvaða baráttu við værum komnir. Við þurfum að vera auðmjúkir og takast á við það verkefni. Við erum orðnir raunsæir á þá stöðu sem við erum í. Við þurftum að finna grunninn og við erum búnir að finna hann. Það er ekkert komið enn þá, við þurfum að halda áfram á þessum nótum," sagði Sigurvin.

„Þetta eru allt saman úrslitaleikir og svo er bikarúrslitaleikurinn líka á milli. Eins leiðinlegt og það er að vera ekki í toppbaráttu þá er allavega skemmtilegt að fá alla þessa úrslitaleiki. Það er gaman að spila úrslitaleiki."

Allt viðtalið er í spilaranum hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner