Vinicius Jr færist nær því að vera áfram hjá Real - Liverpool gæti gert janúartilboð í Semenyo
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
Sá fyrir sér að spila allan ferilinn með Völsungi en fetar í spor föður síns
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
   sun 11. september 2022 16:39
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kaplakrika
Venni talar um eitt skref í vegferðinni - „Fínt að rjúfa þann múr"
Sigurvin Ólafsson, aðstoðarþjálfari FH.
Sigurvin Ólafsson, aðstoðarþjálfari FH.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Venni ánægður með dagsverkið.
Venni ánægður með dagsverkið.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
„Mér líður ofsalega vel," sagði Sigurvin Ólafsson, aðstoðarþjálfari FH, eftir 6-1 sigur gegn ÍA í Bestu deildinni í dag.

„Það gekk svo til allt upp. Strákarnir eiga þetta skilið og FH á þetta skilið," sagði hann jafnframt.

Lestu um leikinn: FH 6 -  1 ÍA

Þetta var mikill fallbaráttuslagur en FH var með völdin á vellinum frá upphafi til enda. „Allir leikirnir sem eru eftir eru sex stiga leikir. Það byrjaði í síðustu viku. Þetta er eitt skref í vegferðinni, þetta var ekki úrslitaleikur en þetta var mikilvægt."

FH skoraði strax á fimmtu mínútu og kom markið úr vítaspyrnu, en liðið klúðraði tveimur vítum í síðasta leik gegn Leikni og einu í leiknum þar áður gegn KA.

„Það var fínt að rjúfa þann múr að skora úr vítaspyrnu. Við höfum oft byrjað vel og ekki náð að hnoða inn mörkum. Við áttum þetta skilið. Við fengum gusu á okkur þegar þeir minnka muninn í 2-1 og þá rennur upp fyrir manni að Skaginn gefst aldrei upp. Við ræddum það í hálfleik að þeir gefast aldrei upp. Við mættum með góða ákefð í seinni hálfleikinn. Svo náðum við að aflífa þetta."

„Við æfðum ekkert vítaspyrnurnar, það kunna allir að sparka ellefu metra langt."

FH hefur átt erfitt tímabil heilt yfir en liðið hefur ekki tapað í fimm leikjum í röð núna.

„Við sem félag litum inn á við, hættum að svekkja okkur á að vera ekki í toppbaráttunni og áttuðum okkur á því í hvaða baráttu við værum komnir. Við þurfum að vera auðmjúkir og takast á við það verkefni. Við erum orðnir raunsæir á þá stöðu sem við erum í. Við þurftum að finna grunninn og við erum búnir að finna hann. Það er ekkert komið enn þá, við þurfum að halda áfram á þessum nótum," sagði Sigurvin.

„Þetta eru allt saman úrslitaleikir og svo er bikarúrslitaleikurinn líka á milli. Eins leiðinlegt og það er að vera ekki í toppbaráttu þá er allavega skemmtilegt að fá alla þessa úrslitaleiki. Það er gaman að spila úrslitaleiki."

Allt viðtalið er í spilaranum hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner
banner