Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 11. október 2020 20:38
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Eyðimerkurgangan heldur áfram gegn Danmörku
Icelandair
Við höfum tapað öllum okkar leikjum í Þjóðadeildinni.
Við höfum tapað öllum okkar leikjum í Þjóðadeildinni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Danir tóku stigin þrjú á Laugardalsvelli.
Danir tóku stigin þrjú á Laugardalsvelli.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísland 0 - 3 Danmörk
0-1 Rúnar Már Sigurjónsson ('45 , sjálfsmark)
0-2 Christian Eriksen ('46 )
0-3 Robert Skov ('61 )
Lestu nánar um leikinn

Íslenska landsliðið þurfti að sætta sig við tap gegn Danmörku í Þjóðadeildinni á Laugardalsvelli í kvöld.

Við bíðum því miður enn eftir fyrsta sigri okkar gegn Danmörku.

Danir voru með yfirhöndina í fyrri hálfleiknum en Íslendingar fengu besta færi fyrri hálfleiksins eftir um tíu mínútna leik.

„Daniel Wass með hrikaleg varnarmistök. Ætlaði að senda til baka á Kasper Schmeichel en Alfreð náði til boltans, tók skot en Kasper náði að loka og verja þetta," skrifaði Elvar Geir Magnússon í beinni textalýsingu, en Alfreð þurfti að fara meiddur af velli í kjölfarið.

Danir voru mikið með boltann en í uppbótartíma fyrri hálfleiks dró til tíðinda. Danir skoruðu þá afar umdeilt mark. Það stór spurning um það hvort boltinn hefði verið kominn inn eða ekki, en aðstoðardómarinn dæmdi mark, þó sjónarhorn hans hafi ekki verið gott.

Sjá einnig:
Sjáðu "markið" sem Danmörk skoraði

Staðan var því 1-0 í hálfleik í byrjun seinni hálfleiks kom annað mark Dana. Það var Christian Eriksen sem skoraði það. Hann slapp í gegn eftir að Ísland tók langt innkast. Afar einfalt mark.

Þriðja mark gestana kom svo 61. mínútu. Robert Skov átti þá skot sem var óverjandi fyrir Hannes í markinu.

Fleiri urðu mörkin ekki og lokatölur 3-0 fyrir Danmörku sem er núna með þrjú stig í riðlinum. Ísland er án stiga og hefur tapað öllum leikjum sínum í Þjóðadeildinni.

Næsti leikur okkar er gegn Belgíu á Laugardalsvelli á miðvikudagskvöld.
Athugasemdir
banner
banner
banner