
Portúgal og Ísland eru að gera 1-1 jafntefli í Portúgal en íslenska liðið er manni færri eftir að Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir var rekin af velli.
Það hefur mikið átt sér stað í byrjun síðari hálfleiks. Fyrst skoraði Sveindís Jane Jónsdóttir af stuttu færi en þar sem það er VAR í leiknum var atvikið skoðað.
Guðný Árnadóttir var brotleg í aðdragandanum og markið því dæmt af en stuttu síðar fékk Ísland á sig vítaspyrnu er Áslaug Munda keyrði aftan í Jessicu Silva. Dómarinn lyfti upp rauða spjaldinu og stóð við þann dóm eftir að hafa skoðað VAR-skjáinn.
Gríðarlega strangur dómur hjá dómara leiksins. Carole Costa skoraði síðan úr vítinu. Glódís Perla Viggósdóttir jafnaði metin stuttu síðar og því allt opið, en hægt er að sjá vítaspyrnudóminn hér fyrir neðan og dóminn í marki Sveindísar.
Það er skammt stórra högga á milli. Rétt eftir að mark Sveindísar er dæmt af fær Portúgal víti og Áslaug Munda er rekin út af. pic.twitter.com/lqIMadnVLH
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) October 11, 2022
Ohh... Markið tekið af okkur. Ennþá 0-0. pic.twitter.com/az8Ipdj5B8
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) October 11, 2022
Það er verið að eyðileggja þennan leik. Aldrei að taka markið af og svo er þetta aldrei rautt spjald. Viti og gult kannski en aldrei rautt. Ótrúlegt bull 😡
— saevar petursson (@saevarp) October 11, 2022
Athugasemdir