Mainoo að fá nýjan samning - Tekur Guardiola við enska landsliðinu - Eriksen fer til Ajax
banner
   fös 11. október 2024 12:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Dómarinn sem dæmdi mark Kristals af dæmir í kvöld - „Þetta er algjört kjaftæði"
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það verður bosnískt dómarateymi sem sér um leik Íslands og Wales í Þjóðadeildinni í kvöld og VAR-teymið kemur frá Króatíu.

Antoni Bandic verður með flautuna í kvöld en hann þekkir ágætlega að dæma leik milli Íslands og Wales því hann deymdi útileik U21 landsliðsins gegn Wales í nóvember í fyrra, leik í undankeppni EM 2025.

Bandic fékk væntanlega engin jólakort frá íslensku strákunum því hann dæmdi mark af liðinu. Kristall Máni Ingason kom boltanum yfir línuna og virtist vera að jafna leikinn í 1-1 þegar bosníski dómarinn flautaði.

„HA???????? Kristall Máni jafnar metin en markið er dæmt af vegna hendi. Þetta er algjört kjaftæði. Hann tekur hann með öxlinni. Dómarinn að ræna okkur jöfnunarmarkinu. Því miður er ekkert VAR í þessum leik. Frábær sókn hjá íslenska liðinu en dómarinn stelur senunni," skrifaði Guðmundur Aðalsteinn sem lýsti leiknum.

Kristall fékk gult spjald þar sem dómarinn taldi hann hafa notað höndina, Kristall var eðlilega ekki sáttur við dóminn. U21 lið Wales vann þann leik 1-0.

Leikurinn í kvöld hefst klukkan 18:45 og fer fram á Laugardalsvelli.

Athugasemdir
banner
banner