Mainoo að fá nýjan samning - Tekur Guardiola við enska landsliðinu - Eriksen fer til Ajax
   fös 11. október 2024 09:30
Brynjar Ingi Erluson
Þjálfari Norðmanna færði Arsenal-mönnum slæmar fréttir - „Langt í að hann verði leikfær“
Mynd: Getty Images
Stale Solbakken, þjálfari norska landsliðsins, telur að það sé langt í að Martin Ödegaard snúi aftur á völlinn en þetta sagði hann í viðtali við norska blaðið Dagsavisen.

Ödegaard meiddist á ökkla í landsliðsverkefninu í september og ekki spilað leik síðan.

Í fyrstu var talið að hann yrði leikfær í lok október en Solbakken er ekki svo viss um það.

„Það eru frábærar framfarir ef við tölum um sársauka og meiðslin sjálf, en það er enn langt í að hann spili leiki,“ sagði Solbakken við Dagsavisen.

Ödegaard sagði sjálfur í leikskrá Arsenal að allt væri á réttri leið og að hann væri á góðum batavegi. Solbakken segir hins vegar að það viti raunverulega enginn hvenær hann komi til baka.

„Ég held að það viti það enginn og ég held að hann viti það ekki einu sinni sjálfur,“ sagði hann enn fremur og bætti við að nú væri leikmaðurinn í höndum Arsenal.
Athugasemdir
banner
banner
banner