Man City, Man Utd og Arsenal á eftir Etta Eyong - Milan hefur áhuga á Zirkzee - Bayern í viðræðum um bakvörð
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
   lau 11. október 2025 17:29
Viktor Ingi Valgarðsson
Óli Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
Kvenaboltinn
Ólafur Kristjánsson Þjálfari Þróttar
Ólafur Kristjánsson Þjálfari Þróttar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Þróttur fór í Garðabæinn í dag og mætti Stjörnunni. Þær sóttu 1-0 sigur í hörkuleik og jafnframt næst síðasta á tímabilinu. Aðeins ein umferð er eftir í Bestu Deild Kvenna.


„Góður sigur, hörkuleikur, sveiflaðist aðeins en bara ánægður með stigin þrjú og það sem stelpurnar lögðu á sig".

Eftir tap gegn FH í síðustu umferð þurfti Þróttur að vonast eftir að þær myndu misstíga sig til að eiga séns á Evrópusætinu. Sú var raunin ekki og draumar Þrótts því fjaraðir út.

„Ég hef engan áhuga að tala um þann leik, við vitum alveg hvernig þetta er búið að vera og hvernig staðan er. Aðal málin fyrir Þróttara var að taka þrjú stigin í dag. Hvað gerist í öðrum leikjum, ég var bara ekki einu sinni búin að kíkja á það". Þær (FH) eiga það þá skilið, við förum í næsta leik til að ná í þrjú stig".

Ólafur gerði eina breytingu í dag á byrjunarliðinu frá síðasta leik sem var 4-0 tap fyrir FH. Kayla kom í liði fyrir Jelenu og skoraði eina mark leiksins.

„Kayla er búin að vera öflug undan farið, búin að fara vaxandi eftir því sem líður á tímabilið og vel gert hjá henni".

Framundan er síðasta umferð tímabilsins og Þróttur fær Val til sín í þeirri umferð. Einnig verður þetta síðasti leikur Ólafs í þjálfarsæti Þróttar, hann skrifaði nýlega undir að verður aðstoðarþjálfari kvenna landsliðsins.

„Alltaf spenntur fyrir leikjum, enda þetta vel og fá góða frammistöðu. Kveðja góða stuðningsmenn. Þrjú stig í boði og við ætlum okkur þau".

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan


Athugasemdir
banner
banner
banner