Antoine Semenyo, Bruno Fernandes, Nicolas Jackson og fleiri koma við sögu.
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
   lau 11. október 2025 17:29
Viktor Ingi Valgarðsson
Óli Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
Kvenaboltinn
Ólafur Kristjánsson Þjálfari Þróttar
Ólafur Kristjánsson Þjálfari Þróttar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Þróttur fór í Garðabæinn í dag og mætti Stjörnunni. Þær sóttu 1-0 sigur í hörkuleik og jafnframt næst síðasta á tímabilinu. Aðeins ein umferð er eftir í Bestu Deild Kvenna.


„Góður sigur, hörkuleikur, sveiflaðist aðeins en bara ánægður með stigin þrjú og það sem stelpurnar lögðu á sig".

Eftir tap gegn FH í síðustu umferð þurfti Þróttur að vonast eftir að þær myndu misstíga sig til að eiga séns á Evrópusætinu. Sú var raunin ekki og draumar Þrótts því fjaraðir út.

„Ég hef engan áhuga að tala um þann leik, við vitum alveg hvernig þetta er búið að vera og hvernig staðan er. Aðal málin fyrir Þróttara var að taka þrjú stigin í dag. Hvað gerist í öðrum leikjum, ég var bara ekki einu sinni búin að kíkja á það". Þær (FH) eiga það þá skilið, við förum í næsta leik til að ná í þrjú stig".

Ólafur gerði eina breytingu í dag á byrjunarliðinu frá síðasta leik sem var 4-0 tap fyrir FH. Kayla kom í liði fyrir Jelenu og skoraði eina mark leiksins.

„Kayla er búin að vera öflug undan farið, búin að fara vaxandi eftir því sem líður á tímabilið og vel gert hjá henni".

Framundan er síðasta umferð tímabilsins og Þróttur fær Val til sín í þeirri umferð. Einnig verður þetta síðasti leikur Ólafs í þjálfarsæti Þróttar, hann skrifaði nýlega undir að verður aðstoðarþjálfari kvenna landsliðsins.

„Alltaf spenntur fyrir leikjum, enda þetta vel og fá góða frammistöðu. Kveðja góða stuðningsmenn. Þrjú stig í boði og við ætlum okkur þau".

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan


Athugasemdir
banner
banner