Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fim 11. nóvember 2021 17:20
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Valur biður Hannes afsökunar: Misheppnaður einkahúmor
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valur hefur sent frá sér fréttatilkynningu í kjölfarið á færslu sem sett var á Twitter fyrr í dag. Þar var skrifað að Hannes Þór Halldórsson hefði verið rekinn og tveimur upphrópunarmerkjum (!!) bætt við. Færslunni var eytt og ný sett í staðinn þar sem orðið rekinn og upprhópunarmerkin höfðu verið fjarlægð.

Hannes er vissulega ekki lengur leikmaður Vals en hann var ekki rekinn frá félaginu. Markvörðurinn skrifaði undir samkomulag um starfslok.

Tilkynning Vals:

Misheppnaður einkahúmor sjálfboðaliða um starfslok Hannesar Þór Hallsórssonar voru birt fyrir mistök á facebook (Twitter) síðu Valur fótbolti. Þessi fyrirsögn lýsir á engan hátt starfslokum Hannesar hjá Val sem voru í mesta bróðerni.

Valur fótbolti hefur haft samband við Hannes Þór og beðist afsökunar, jafnframt biðjum við alla aðra hluðaðeigandi velvirðingar.
Athugasemdir
banner
banner