Real Madrid setur sig í samband við Dalot - Gyökeres til United eða City - Salah til í eins árs samning - Rooney reynir að bjarga starfinu
   mán 11. nóvember 2024 14:18
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Dómari í ensku úrvalsdeildinni: Jurgen Klopp er tussa
David Coote.
David Coote.
Mynd: Getty Images
Það er núna frekar ótrúlegt myndband í dreifingu þar sem dómarinn David Coote talar illa um Liverpool og Jurgen Klopp.

„Jurgen Klopp er tussa," segir Coote í myndbandinu meðal annars.

Hann segir að Liverpool hafi verið ömurlegt í leik sem hann var fjórði dómari á. Coote heldur svo áfram og segir að Klopp sé „tussa" sem hann hafi engan áhuga á því að tala við. Hann kallar hann svo síðar „þýska tussu".

„Hann lét mig heyra það þegar ég dæmdi leik hjá þeim gegn Burnley. Hann sakaði mig um lygar og lét mig heyra það. Ég hef engan áhuga á að tala við svona hrokafullan mann. Ég geri mitt besta til að tala ekki við hann," segir Coote í myndbandinu.

Hann bætir svo við að James Milner, fyrrum leikmaður Liverpool og núverandi leikmaður Brighton, sé ágætur.

Í myndbandinu segir hann síðar að það megi ekki fara í neina dreifingu en núna er það raunin.

Klopp hætti sem stjóri Liverpool síðasta sumar.


Athugasemdir
banner
banner
banner