Sóknarmaðurinn Kieffer Moore verður ekki með Wales í komandi Þjóðadeildarleikjum gegn Tyrklandi og Íslandi.
Moore er 32 ára sóknarmaður Sheffield United og lýsir breska ríkisútvarpinu fjarveru hans sem „þungu höggi“ fyrir velska liðið. Moore hefur skorað þrettán mörk í 47 leikjum fyrir Wales og var markahæsti leikmaðurinn í hópnum hjá Craig Bellamy.
Moore meiddist á kálfa á dögunum og gat ekki spilað með Sheffield United gegn Sheffield Wednesday í gær.
Moore er 32 ára sóknarmaður Sheffield United og lýsir breska ríkisútvarpinu fjarveru hans sem „þungu höggi“ fyrir velska liðið. Moore hefur skorað þrettán mörk í 47 leikjum fyrir Wales og var markahæsti leikmaðurinn í hópnum hjá Craig Bellamy.
Moore meiddist á kálfa á dögunum og gat ekki spilað með Sheffield United gegn Sheffield Wednesday í gær.
Wes Burns vængmaður Ipswich og varnarmaðurinn Owen Beck, sem er á láni hjá Blackburn Rovers frá Liverpool, þurftu einnig að draga sig úr hópnum.
Jay da Silva varnarmaður Coventry, Charlie Savage miðjumaður Reading og Luke Harris, sóknarmaður sem er hjá Birmingham City á láni frá Fulham, hafa verið kallaðir inn í hópinn.
Wales tekur á móti Íslandi á þriðjudaginn í næstu viku. Ef Ísland vinnur Svartfjallaland á laugardag og Wales vinnur ekki Tyrkland á sama tíma þá verður leikur Wales og Íslands í Cardiff úrslitaleikur um annað sæti riðilsins.
Það lið sem hafnar í öðru sæti fer í umspil á komandi ári um að komast upp í A-deild Þjóðadeildarinnar.
Landslið karla - Þjóðadeild
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. Tyrkland | 4 | 3 | 1 | 0 | 8 - 3 | +5 | 10 |
2. Wales | 4 | 2 | 2 | 0 | 5 - 3 | +2 | 8 |
3. Ísland | 4 | 1 | 1 | 2 | 7 - 9 | -2 | 4 |
4. Svartfjallaland | 4 | 0 | 0 | 4 | 1 - 6 | -5 | 0 |
Athugasemdir